Sólskinsdrykkur fyrir sálina

Þessi sólskinsdrykkur gleður bæði hjarta og sál, ferskur og næringarríkur.
Þessi sólskinsdrykkur gleður bæði hjarta og sál, ferskur og næringarríkur. Unsplash/Julia Zyablova

Það er ekkert betra að fá sér góðan þeyting í morgunsárið sem gleður sálina og minnir á sólina. Hér er á ferðinni sólskinsdrykkur sem er góður fyrir sálina og minnir á sumarið. Þessi uppskrift dugar í 2 til 3 glös.

Sólskinsdrykkur fyrir sálina

  • 3 dl frosið mangó
  • 3 dl frosinn ananas
  • 1 banani
  • 2 dl kókosmjólk
  • 3-4 dl vatn eða eftir smekk

Aðferð:

1. Allt sett í blandara og blandað vel saman.

2. Berið fram í löngum og háum glösum og njótið með sól í hjarta.

mbl.is