Smashburger taco eins og Helga Magga gerir hann

Smashburger taco eins Helga Magga gerir hann.
Smashburger taco eins Helga Magga gerir hann. Samsett mynd

Hér er á ferðinni uppskrift af „Smashburger taco“ að hætti Helgu Möggu heilsumarkþjálfa og samfélagsmiðlastjörnu.

Þetta er sá réttur sem hefur verið sá vinsælasti á samfélagsmiðlum, sérstaklega á TikTok, undanfarna mánuði og margar samfélagsmiðlastjörnur hafa deilt sinni útgáfu af þessum rétti sem kallast enska heitinu „Smashburgar taco“. Hann er líka til í „Big Mac“ útgáfu sem er stæling af Big Mac hamborgaranum fræga sem fæst á McDonalds.

Ég var búin að vera lengi á leiðinni að prófa þessa uppskrift sem ég sá á TikTok. Hér er hún komin í macros vænan búning. Ég nota nautahakk í uppskriftinni en það er einnig hægt að nota kalkúnahakk sem er fituminna kjöt,“ segir Helga Magga.

Þetta er réttur sem steinliggur fyrir alla fjölskylduna á laugardagskvöldi …
Þetta er réttur sem steinliggur fyrir alla fjölskylduna á laugardagskvöldi þegar einfaldleikinn verður fyrir valinu. Ljósmynd/Helga Magga

Smashburger taco

Fyrir 3-4

  • 8 litlar tortillur
  • 500 g nautahakk
  • Jöklasalat (iceberg)
  • Laukur
  • Súrar gúrkur niðurskornar
  • Ostsneiðar 17%

Aðferð:

  1. Takið til 8 litlar hringlaga tortillur og skiptið 500 g af nautahakkinu í 8 parta, hvert um það bil 62/63 g.
  2. Skerið fínt niður kálið, laukinn og súru gúrkurnar og setjið til hliðar.
  3. Kryddið nautahakkið með salti og pipar og dreif á hverja tortillu, reyn að láta það ná alveg út í endana.
  4. Steikið svo tortillurnar í um 3-4 mínútur með hakkið niður. Snúið við, setjið ostsneið ofan á og hitið tortilluna aðeins áfram, til dæmis á annarri pönnu.
  5. Það er sniðugt að geyma steiktu tortillurnar inni í heitum ofni á meðan restin er steikt.
  6. Berið fram með káli, lauk, súrum gúrkum og sósunni sem minnir á Big Mac sósuna góðu (uppskrift hér fyrir neðan).

Big Mac sósan

  • 1 dós sýrður rjómi 180 g
  • 2 msk. sætt sinnep (gult) 30 g
  • 2 msk. tómatsósa 30 g
  • 50 súrar gúrkur fínt niðurskornar
  • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Aðferð:

  1. Bland öllum innihaldsefnunum í sósuna saman í skál.
  2. Hrærið vel og geymið í kæli þar bera á sósuna fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert