Vikumatseðillinn í boði Micaelu

Micaela Ajanti yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum OTO býður upp á vikumatseðilinn …
Micaela Ajanti yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum OTO býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Micaela Ajanti matgæðingur og matreiðslumaður á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni þar sem gómsætir vetrarréttir eru í forgrunni í bland við sjávarfang.

Micaela er frá Finnlandi og flutti til Íslands fyrir fimm árum sem skiptinemi. Eftir að hún útskrifaðist sem matreiðslumaður og flutti til Íslands til frambúðar hefur hún tekið þátt í mörgum áhugaverðum verkefnum í veitingabransanum. „Nú er ég að vinna sem yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum OTO. Árið 2024 byrjar mjög vel hjá okkur á OTO og við erum með spennandi viðburði í bígerð á árinu sem við getum ekki beðið eftir að segja frá, það styttist í það að við ljóstrum því upp,“ segir Micaela og brosir. 

Fjölbreytt og rík menning bænda og frumkvöðla í landbúnaði

Micaela er metnaðarfull og er ávallt að leita eftir leiðum til að mennta sig enn frekar og taka þátt í nýjum áskorunum. Hún lifir heilbrigðum lífsstíl og þegar hún er ekki að vinnunni er hún í ræktinni eða jógastúdíóinu.​

„Í Finnlandi erum við með mjög fjölbreytta og ríka menningu bænda og frumkvöðla í landbúnaði, sem ég er stolt af. Bændamarkaðir eru reglulega skipulagðir þar sem koma saman smáframleiðendur úr nærumhverfinu og bjóða upp á villtan fisk og kjöt, árstíðabundið grænmeti, villiber og hunangsvörur. Þannig myndi ég vilja sjá matarmenninguna verða meira í framtíðinni alls staðar í heiminum,“ segir Micaela og bætir við að hún skoða ávallt hvaða hráefnið kemur sem hún nýtir.

Ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á hvaðan maturinn okkar kemur, hvernig hann er ræktaður og hvernig hann hefur áhrif á okkur frá mörgum hliðum. Áður en ég ákvað að læra matreiðslu og helga mig henni, var ég að læra næringar- og jurtaþjálfun. Ég vonast til að geta einhvern tímann fundið tíma til að klára það nám.Ég elska engu að síður það sem ég er að gera í dag en þessa dagana er hægt að finna mig flesta daga vikunnar á Hverfisgötu 44, þar sem ég nýt mín í starfi á veitingastaðnum OTO, sem mun bráðum halda upp á eins árs afmælið sitt,“ segir Micaela að lokum. 

Hér má sjá vikumatseðilinn hennar sem er bæði spennandi og girnilegur fyrir bragðlaukana. 

Mánudagur – Bleikju taco með mangó salsa

Ég er mjög hrifin af taco og fær mér það oft. Auðvelt að nýta afganga úr ísskápnum og fljótlegt að útbúa. Fiskur er frábær kostur til að setja í taco og ég mæli einnig sérstaklega með að prófa maríneraðar rækjur annaðhvort grillaðar eða pönnusteiktar og setja í taco.“

Girnilegt taco með bleikju og mangó-salsa.
Girnilegt taco með bleikju og mangó-salsa. Ljósmynd/Ragnar Freyr
Maríneraðar rækjur steiktar á pönnu eða grillaðar passa líka mjög …
Maríneraðar rækjur steiktar á pönnu eða grillaðar passa líka mjög vel með.

Þriðjudagur – Laxapasta

Eins og á Íslandi er lax mjög algengt hráefni í Finnlandi og ég borða lax oft í viku. Rjómalöguð laxasúpa og pasta er eitt af mínum uppáhalds borið fram með súrdeigsrúgbrauði. Ég nota alltaf landeldislax frá framleiðanda þar sem hægt er vera viss viss um að hann sé ræktaður á ábyrgan hátt eða villtan lax.

Lax og pasta passa vel saman.
Lax og pasta passa vel saman.

Miðvikudagur – Pottsteik

„Svona réttir eru frábærir og eru ávallt bragðgóðir. Bara henda öllu hráefninu saman í pott og hægelda saman.“

Fátt jafnast á við góða pottsteik.
Fátt jafnast á við góða pottsteik.

Fimmtudagur – Nautasalat

Góð og vönduð steik þarf ekki endilega  þungur matur og er virkilega góð sem meðlæti í salat eins og þessu tilviki.“

Ljúffengt nautasalat.
Ljúffengt nautasalat. Ljósmynd/Árni Sæberg

Föstudagur – Nautaspjót með chimichurri

Ítalskt pestó, spænskt salsa verde, marokkósk chermoula eða til dæmis þetta argentínska chimichurri, er allt ótrúlega gott að nota sem sósu, sérstaklega með kjöti. Þar sem besta aspastímabilið er næstum að hefjast er það líka frábært að vera með aspas sem meðlæti.

 

Nautaspjót með chimicurri.
Nautaspjót með chimicurri.

 

Aspas og sveppir.
Aspas og sveppir. Ljósmynd/Tobba


 

Laugardagur – Taco súpa

„Þessi súpa góður kostur á köldum og dimmum vetrardegi - krydduð og hlý kjúklingasúpa.

 

Gómsæt tacosúpa yljar.
Gómsæt tacosúpa yljar.

 

Sunnudagur – Heimalagað Beef Bourguignon

„Sunnudagar eru helgaðir hvíld og það þýðir að hægt er að leggja meiri tíma og fyrirhöfn í eldamennsku heima. Þá er lag að opna góða rauðvínsflösku og kveikja á uppáhaldshlaðvarpinu og njóta. Klassískur Beef Bourguignon bregst aldrei.”

Heimalagað Beef Bourguignon er hinn fullkomni vetrarréttur.
Heimalagað Beef Bourguignon er hinn fullkomni vetrarréttur. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert