Grilluð nautaspjót með reyktri chimichurri sósu

Ljósmynd: Feasting at Home
Ef þetta er ekki hin fullkomna grillmáltíð þá vitum við ekki hvað. Hér eru nautaspjót þrætt upp á spjót en hæglega má skipta nautinu út fyrir lamb og er það alls ekki síðra. Chimichurri sósan er síðan argentínsk sósa sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. 
Grilluð nautaspjót með reyktri chimichurri sósu
 • 900 g nautakjöt - lund, rib-eye eða sirloin - skorið í 4 sm ferninga
 • 30 ml olía
 • 30 ml lime safi, geymið einnig börkinn af einni límónu
 • 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 • 1 tsk laukduft
 • 1 tsk oregano duft
 • 1 tsk cumin
 • 2 tsk salt
 • ½ tsk pipar
 • Cherry tómatar og sætir laukar (e. sweet onions)
Chimichurri sósa
 • 1 búnt sílantró
 • 120 ml ólívuolía
 • 30 ml limesafi
 • 1 jalapeno
 • ½ bolli laukur, smátt skorinn
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1 tsk kóríander
 • ½ tsk reykt paprikuduft
 • ½ tsk salt
Sílantró hrísgrjón
 • 2 bollar vatn
 • 1 bolli hrísgrjón, vel skoluð
 • Salt á hrífsoddi
 • ¼ bolli sílantró, saxað
 • ½ bolli vorlaukur, saxaður
 • 1 límóna
 • Til skreytinga: Límónubátar og saxað sílantró
Aðferð:
 1. Leggið 8 löng spjót í bleyti í volgu vatni.
 2. Skerið kjötið í ferninga og setjið í poka eða í meðalstóra skál.
 3. Blandið saman olíu, lime safa og berki (rifnum), kryddi, salti og pipar í litla skál. Hellið yfir kjötið og lokð pokanum. Hristið pokann þannig að allt kjötið sé vel þakið kryddlegi. Leggið til hliðar.
 4. Hitið grillið.
 5. Setjið vatn og hrísgrjón í meðal stórann pott og látið suðuna koma upp. Lækkið undir og látið sjóða í 20 mínútur.
 6. Á meðan hrísgrjónin sjóða skal gera Chimichurri sósuna.
 7. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í sósuna í blandara og blandið í 10 sek. eða þar til silantróið og laukurinn eru orðin vel maukuð. Sósan má vera dáldið „kekkjótt“ en ekki meira en eðlilegt gæti talist með pestó. Setji í litla skál og setjið til hliðar.
 8. Þræðið spjótin með kjöti, tómötum og lauk til skiptis: Kjöt, tómatur, kjöt, laukur, kjöt o.s.frv. þar til spjótið er fullt. Það ættu að vera 3-4 bitar af kjöti á hverju spjóti.
 9. Grillið spjótin á meðal háum hita og fylgist vel með þeim og hreyfið þau til reglulega. Grillið þau þar til kjötið er orðið eins og þið viljið hafa það.
 10. Setjið hrísgrjónin í skál og kreistið límónuna yfir og dreyfið sílantróinu og vorlauknum yfir.
 11. Berið fram með spjótunum og Chimichurri sósunni. 
Ljósmynd: Feasting at Home
Ljósmynd: Feasting at Home
mbl.is