Er þjóðin að drepast úr leti?

Jóna Ósk Pétursdóttir.
Jóna Ósk Pétursdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Meðan ég bjó erlendis í nokkur ár, og einnig eftir að ég flutti heim, fór ég að sjá ýmislegt í íslensku samfélagi með öðrum augum en ég hafði áður gert. Þegar búið er í öðru og ólíku landi verður maður nokkurs konar gestur í eigin landi þegar komið er „heim“ í heimsókn og maður skynjar hlutina á annan hátt. Á þar máltækið að glöggt sé gests augað vel við,“ segir Jóna Ósk Pétursdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. Jóna Ósk er höfundur bókarinnar, Frábær eftir fertugt.

„Eitt af því sem ég áttaði mig sérstaklega á er hversu risastór þáttur vinnan er hjá flestum Íslendingum. Þá á ég ekki við hversu mikilvægt það er auðvitað að hafa vinnu heldur hversu algengt það er að fólk skilgreini sjálft sig fyrst og fremst út frá starfi sínu. Og það að vera rosalega upptekinn í vinnu þykir alveg ferlega flott. Því uppteknari sem þú ert og því lengur sem þú ert í vinnunni því duglegri og flottari einstaklingur ertu. Okkur hefur verið innrætt að vinnan göfgi manninn og allt það. Þetta er afar sterkt í þjóðarsálinni og byggist á gömlum dyggðum. Vinnusemi og dugnaður hafa ætíð þótt miklir mannkostir og flestir trúa að því meira eða lengur sem þeir vinni því meiri verði afköstin. Hér er þó ekki verið að tala um einstaklinga sem þurfa að vera í 2 til 3 störfum til að ná endum saman.“

Jóna Ósk bendir á að fólk afkasti ekki meira þó það vinni lengur.

„Eðlilegt er að halda að með lengri vinnutíma verði afköstin meiri. Það er bara rökrétt, ekki satt? Ekki aldeilis – því það er víst alveg kolrangt. Samkvæmt öllum rannsóknum og tölum um framleiðni erum við langt langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Við vinnum til dæmis lengri vinnuviku en flestar aðrar þjóðir í heiminum. Já þið lásuð rétt; lengur er flestar aðrar þjóðir. En öll þessi vinna skilar sér samt engan veginn því afköstin eru svo miklu minni hjá okkur en öðrum. Það er erfitt að kyngja þessu en þetta er alveg dagsatt.  

Það þykir svo flott að vera alltaf í vinnunni og vera alveg rosalega upptekinn. Dyggðin er alveg að drepa okkur. Að vera „upptekinn“ sendir þau skilaboð út í samfélagið að þú sért mikilvægur og duglegur einstaklingur. Eitthvað sem er einstaklega mikils metið í okkar samfélagi. En merkilegast er samt að við trúum því algjörlega að við afköstum miklu með þessum langa tíma sem við eyðum í vinnunni. Síðan er líka svo notalegt að geta alltaf sagst vera svo upptekinn þannig að allir átti sig örugglega á því hversu mikilvægur maður er.“

Hún veltir því fyrir sér hvort við séum alls ekki eins dugleg og við höldum sjálf.

„Ef þetta er skoðað ofan í kjölinn er ekkert óeðlilegt að spyrja hvort við Íslendingar séum raunverulega ekki eins dugleg og við viljum vera láta? Erum við kannski bara letihaugar upp til hópa? Eða nýtum við sjálfan vinnutímann ekki nógu vel?  

Samkvæmt sérfræðingum er staðreyndin víst sú að við höldum okkur ekki jafn vel að verki og aðrar þjóðir, sem þýðir auðvitað að við nýtum tímann ekki nógu vel. Við erum því ekki jafn dugleg og við sjálf höldum. Á meðan Norðmenn vinna 1400 tíma á ári vinnum við hér á landi tæpa 1900 tíma. Engu að síður er framleiðni okkar miklu lægri en þeirra. Í vissum atvinnugreinum erum við meira að segja með næstum því 50% lægri framleiðni. Hvernig má það vera? Við sem erum svona töff og alltaf í vinnunni.“

Jóna Ósk segir að rannsóknir sýni fram á það að meiri vinna skili minni framleiðni.

„Rannsóknir benda til þess að á vissum tímapunkti þá skili meiri vinna minni framleiðni. Skilaboðin eru einföld; styttri vinnutími og að halda sér við efnið skila meiri afköstum. Það er ekkert skrýtið að ungt fólk flykkist til Noregs þar sem vinnudagurinn er styttri og enginn þarf að vera í þessum töffaraleik að vinna sem lengst.

Það er eflaust erfitt fyrir marga sem lifa fyrir vinnuna að kyngja þessu. En sú hugsun að maður öðlist lífshamingju fyrst og fremst í gegnum mikla vinnu er orðin úrelt. Við verðum að bíta í það súra epli að við erum ekkert sérstaklega dugleg – við bara höldum það af því við erum alltaf í vinnunni. Ég held reyndar að það unga fólk sem er nýkomið á vinnumarkaðinn, sem og næsta kynslóð, muni breyta þessu. Að öllum líkindum verða þau samt kölluð letingjar af þeim sem eldri eru og telja mikla vinnu vera hina mestu dyggð. Þetta unga fólk skilgreinir sig á annan hátt en eldri kynslóðir. Þau skilgreina sig meira út frá sjálfum sér og út frá tímanum utan vinnu, en ekki út frá starfinu sjálfu. Þau munu því líklega leitast við að sníða vinnuna að lífi sínu en ekki lífið að vinnunni. Alveg eins og það ætti að vera.“

Jóna Ósk Pétursdóttir höfundur bókarinnar Frábær eftir fertugt.
Jóna Ósk Pétursdóttir höfundur bókarinnar Frábær eftir fertugt. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

8 vandamál í rúminu sem eru eðlileg

06:00 Stundar þú alltaf kynlíf í sömu stellingunum eða hugsar jafnvel um einhvern annan en maka þinn í rúminu? Oftast eru áhyggjur af vandamálum tengdum kynlífi óþarfar. Meira »

Vinsælasti tíminn til framhjáhalds

Í gær, 22:00 Ertu viss um að þú vitir hvar maki þinn er klukkan kortér í sjö á föstudagskvöldum? Hann gæti verið að halda fram hjá.   Meira »

Segir ketó virka til lengri tíma litið

Í gær, 18:25 Klámstjarnan Jenna Jameson tekur ekki mark á fólki sem gagnrýnir ketó-mataræðið. Hún er búin að vera á ketó í sjö mánuði og segist aldrei hafa liðið betur. Meira »

Stjarna Lof mér að falla flytur

Í gær, 15:12 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fór með eitt af aðalhlutverkið í Lof mér að falla, hefur sett sína fallegu 114 fm íbúð á sölu. Meira »

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

Í gær, 11:37 Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

Í gær, 09:53 Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

í gær Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

í fyrradag Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

í fyrradag Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

í fyrradag Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

í fyrradag Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

í fyrradag Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

19.11. Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

18.11. Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18.11. Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

18.11. Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »