Er þjóðin að drepast úr leti?

Jóna Ósk Pétursdóttir.
Jóna Ósk Pétursdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Meðan ég bjó erlendis í nokkur ár, og einnig eftir að ég flutti heim, fór ég að sjá ýmislegt í íslensku samfélagi með öðrum augum en ég hafði áður gert. Þegar búið er í öðru og ólíku landi verður maður nokkurs konar gestur í eigin landi þegar komið er „heim“ í heimsókn og maður skynjar hlutina á annan hátt. Á þar máltækið að glöggt sé gests augað vel við,“ segir Jóna Ósk Pétursdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. Jóna Ósk er höfundur bókarinnar, Frábær eftir fertugt.

„Eitt af því sem ég áttaði mig sérstaklega á er hversu risastór þáttur vinnan er hjá flestum Íslendingum. Þá á ég ekki við hversu mikilvægt það er auðvitað að hafa vinnu heldur hversu algengt það er að fólk skilgreini sjálft sig fyrst og fremst út frá starfi sínu. Og það að vera rosalega upptekinn í vinnu þykir alveg ferlega flott. Því uppteknari sem þú ert og því lengur sem þú ert í vinnunni því duglegri og flottari einstaklingur ertu. Okkur hefur verið innrætt að vinnan göfgi manninn og allt það. Þetta er afar sterkt í þjóðarsálinni og byggist á gömlum dyggðum. Vinnusemi og dugnaður hafa ætíð þótt miklir mannkostir og flestir trúa að því meira eða lengur sem þeir vinni því meiri verði afköstin. Hér er þó ekki verið að tala um einstaklinga sem þurfa að vera í 2 til 3 störfum til að ná endum saman.“

Jóna Ósk bendir á að fólk afkasti ekki meira þó það vinni lengur.

„Eðlilegt er að halda að með lengri vinnutíma verði afköstin meiri. Það er bara rökrétt, ekki satt? Ekki aldeilis – því það er víst alveg kolrangt. Samkvæmt öllum rannsóknum og tölum um framleiðni erum við langt langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Við vinnum til dæmis lengri vinnuviku en flestar aðrar þjóðir í heiminum. Já þið lásuð rétt; lengur er flestar aðrar þjóðir. En öll þessi vinna skilar sér samt engan veginn því afköstin eru svo miklu minni hjá okkur en öðrum. Það er erfitt að kyngja þessu en þetta er alveg dagsatt.  

Það þykir svo flott að vera alltaf í vinnunni og vera alveg rosalega upptekinn. Dyggðin er alveg að drepa okkur. Að vera „upptekinn“ sendir þau skilaboð út í samfélagið að þú sért mikilvægur og duglegur einstaklingur. Eitthvað sem er einstaklega mikils metið í okkar samfélagi. En merkilegast er samt að við trúum því algjörlega að við afköstum miklu með þessum langa tíma sem við eyðum í vinnunni. Síðan er líka svo notalegt að geta alltaf sagst vera svo upptekinn þannig að allir átti sig örugglega á því hversu mikilvægur maður er.“

Hún veltir því fyrir sér hvort við séum alls ekki eins dugleg og við höldum sjálf.

„Ef þetta er skoðað ofan í kjölinn er ekkert óeðlilegt að spyrja hvort við Íslendingar séum raunverulega ekki eins dugleg og við viljum vera láta? Erum við kannski bara letihaugar upp til hópa? Eða nýtum við sjálfan vinnutímann ekki nógu vel?  

Samkvæmt sérfræðingum er staðreyndin víst sú að við höldum okkur ekki jafn vel að verki og aðrar þjóðir, sem þýðir auðvitað að við nýtum tímann ekki nógu vel. Við erum því ekki jafn dugleg og við sjálf höldum. Á meðan Norðmenn vinna 1400 tíma á ári vinnum við hér á landi tæpa 1900 tíma. Engu að síður er framleiðni okkar miklu lægri en þeirra. Í vissum atvinnugreinum erum við meira að segja með næstum því 50% lægri framleiðni. Hvernig má það vera? Við sem erum svona töff og alltaf í vinnunni.“

Jóna Ósk segir að rannsóknir sýni fram á það að meiri vinna skili minni framleiðni.

„Rannsóknir benda til þess að á vissum tímapunkti þá skili meiri vinna minni framleiðni. Skilaboðin eru einföld; styttri vinnutími og að halda sér við efnið skila meiri afköstum. Það er ekkert skrýtið að ungt fólk flykkist til Noregs þar sem vinnudagurinn er styttri og enginn þarf að vera í þessum töffaraleik að vinna sem lengst.

Það er eflaust erfitt fyrir marga sem lifa fyrir vinnuna að kyngja þessu. En sú hugsun að maður öðlist lífshamingju fyrst og fremst í gegnum mikla vinnu er orðin úrelt. Við verðum að bíta í það súra epli að við erum ekkert sérstaklega dugleg – við bara höldum það af því við erum alltaf í vinnunni. Ég held reyndar að það unga fólk sem er nýkomið á vinnumarkaðinn, sem og næsta kynslóð, muni breyta þessu. Að öllum líkindum verða þau samt kölluð letingjar af þeim sem eldri eru og telja mikla vinnu vera hina mestu dyggð. Þetta unga fólk skilgreinir sig á annan hátt en eldri kynslóðir. Þau skilgreina sig meira út frá sjálfum sér og út frá tímanum utan vinnu, en ekki út frá starfinu sjálfu. Þau munu því líklega leitast við að sníða vinnuna að lífi sínu en ekki lífið að vinnunni. Alveg eins og það ætti að vera.“

Jóna Ósk Pétursdóttir höfundur bókarinnar Frábær eftir fertugt.
Jóna Ósk Pétursdóttir höfundur bókarinnar Frábær eftir fertugt. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

14:30 Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fotbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

11:23 Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

09:40 Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

07:00 Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

Í gær, 23:59 Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

Í gær, 21:00 Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

Í gær, 18:00 Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

í gær Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

í gær Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

í gær Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

í gær María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

í fyrradag Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

í fyrradag Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

í fyrradag Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

20.6. Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

20.6. Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

20.6. Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

20.6. „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »

Goddur lét sig ekki vanta

19.6. Þjóðleikhúsið iðaði af lífi og fjöri þegar Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson var frumsýnt.   Meira »

Eiginkonur landsliðsmanna á hörkuæfingu

19.6. Eiginkonur landsliðsmanna eru staddar í Moskvu. Í morgun tóku þær á því í ræktinni undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur.   Meira »

10 heitustu leikmennirnir á HM

19.6. Þetta eru heitustu leikmennirnir á heimsmeistarmótinu í fótbolta 2018.   Meira »