Með skýr skilaboð til ungra kvenna

Angelina Jolie hvetur ungar konur til dáða.
Angelina Jolie hvetur ungar konur til dáða. mbl.is/AFP

Angelina Jolie er meira en bara falleg leikkona. Jolie er byrjuð að leikstýra, sinnir mannúðarmálum af miklum ákafa og var meðal annars gestaprófessor við London School of Economics fyrr á árinu. Jolie er með skýr skilaboð til ungra kvenna. 

Jolie ræddi kvikmynd sína First They Killed My Father ásamt hinni kambódísku Loung Ung í New York á dögunum en myndin er byggð á endurminningarbók Ung. Elle greinir frá því að Jolie hafi komið inn á ráðleggingar til ungra kvenna í máli sínu. 

„Gáfur ykkar er allt,“ sagði Jolie og sagði að hugur fólks er fullur af því sem við fyllum hann af. „Kona sem eyðir deginum sínum í að versla mun verða sú kona. Og kona sem eyðir degi sínum í að lesa og ferðast og læra og tala við fólk mun verða sú kona. Og hvaða kona vilji þið virkilega vera?“

Í huga Jolie leikur ekki vafi á hvor konan sé eftirsóknarverðara að vera. 

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál