Við hvað starfaði Katrín hertogaynja?

Katrín hertogaynja var ekki alltaf á launum hjá bresku konungsfjöldskyldunni.
Katrín hertogaynja var ekki alltaf á launum hjá bresku konungsfjöldskyldunni. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja þurftu að gefa upp starfsheiti á fæðingarvottorði yngsta barn síns en þar kemur fram að að þau starfi sem prins og prinsessa. Katrín hefur þó ekki alltaf starfað sem slík en eftir að hún útskrifaðist úr háskóla vann hún í venjulegri vinnu eins og flest annað fólk. 

Katrín útskrifaðist með gráðu í listasögu úr St. Andrews-háskólanum í Skotlandi árið 2005 og fékk hlutastarf hjá fatamerkinu Jigsaw eftir útskrift. Katrín sem var þá byrjuð með Vilhjálmi starfaði í innkaupum á fylgihlutum þrjá daga í viku. 

Fyrrverandi yfirmaður hennar talaði vel um hana í viðtali við Evening Standard stuttu eftir að hún hætti starfi. „Hún sat í eldhúsinu í hádeginu og talað við alla, allt frá bílstórum til stelpnanna í bókhaldinu. Hún var ekki tilgerðarleg.“

Katrín stoppaði þó ekki lengi í tískuiðnaðnum og hætti störfum í nóvember 2007 eftir um eitt ár í starfi. Þá byrjaði hún að starfa sem ljósmyndari, vefhönnuður og í markaðsmálum fyrir foreldra sína. Hún hélt áfram að vinna í fjölskyldufyrirtækinu þangað til í janúar 2011 en hún giftist Vilhjálmi Bretaprins í apríl sama ár.

Fjölskylda Katrínar rekur fyrirtækið Party Pieces sem selur hinar ýmsu vörur fyrir veislur og vann Katrín meðal annars að því að koma á legg sérstakri línu fyrir fyrsta afmælið. 

Katrín starfar sem prinsessa eftir að hún giftist Vilhjálmi Bretaprins.
Katrín starfar sem prinsessa eftir að hún giftist Vilhjálmi Bretaprins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál