Fólk með gleraugu gáfaðra

Bill Gates notar gleraugu.
Bill Gates notar gleraugu. AFP

Í kvikmyndum jafngilda gleraugu jafnan gáfum. Þrátt fyrir að einhverjum kann að finnast það fordómafullt að allt gáfað fólk séu gleraugnaglámar þá bendir ný rannsókn til þess að tengsl séu á milli gáfna og slæmrar sjónar. 

Fræðimenn við háskólann í Edinborg rannsökuðu yfir 300 þúsund manns á aldrinum 16 til 102 ára til þess að skoða tengsl arfgenga þátta og vitsmuna fólks. Independent greinir frá því að fólk sem þurfti á gleraugum að halda væri 30 prósent líklegra til þess að vera gáfað. 

Einnig voru tengsl á milli gáfna og heilsu fólks eins og langlífi, minni líkur á lungnakrabbameini og góðs hjarta- og æðakerfis og andlegrar heilsu. 

Aðalrannsakandi rannsóknarinnar segir að mikið hefur átt sér stað í rannsóknum gáfna og gena á síðustu árum. Sjón fólks var ekki bara skoðuð heldur fann vísindafólkið næstum því 150 erfðaþætti sem tengdust því hversu gáfað fólk var, meðal þess var hár blóðþrýstingur og lífslíkur. 

Meryl Streep notar gleraugu.
Meryl Streep notar gleraugu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál