7 atriði sem yfirmenn taka eftir

Ekki vera að spjalla við vinina á Facebook á vinnutíma.
Ekki vera að spjalla við vinina á Facebook á vinnutíma. mbl.is/Thinkstock photos

Það er ólíklegt að yfirmaður þinn taki ekki eftir því hversu miklum tíma þú eyðir á Facebook í vinnunni. Þeir sem ætla að reyna að leggja sem minnst á sig fyrir launaseðilinn geta verið vissir um að yfirmaðurinn taki eftir einhverju af þessum atriðum eins Popsugar fór yfir. 

Hversu snemma þú mætir

Yfirmaðurinn er kannski er ekki að pæla hvort þú mætir eina mínútu í níu eða eða eina mínútu yfir. Hann tekur þó eftir því ef þú mætir allt of seint trekk í trekk. Það er ágætt að reyna að mæta í vinnuna þegar þú átt að mæta eða á sama tíma og vinnufélagar þínir. 

Hversu seint þú ferð

Það er ekki endilega góð regla að vinna alltaf lengur en yfirmaðurinn, sama hversu lengi hann vinnur. Þar með sagt ættir þú ekki alltaf að vera fyrstur heim. Yfirmaðurinn mun taka eftir því ef þú reynir alltaf að sleppa aðeins fyrr en vinnutíminn segir til um. 

Hvernig þú klæðir þig

Í sumum störfum er í lagi að vera í jogginggallanum en stundum er ætlast til að fólk klæðist fínni fötum. Ágætt er að miða við hvernig aðrir klæða sig. 

Hvernig þú notar tækni

Hvað ertu að gera á símanum? Ertu á Facebook vegna vinnunnar eða ertu bara að spjalla við vinina?

Orðanotkun

Eru bölvandi út í eitt í vinnunni. Yfirmaðurinn tekur eftir því ef þú ert síblótandi. 

Hvort þú fellur inn

Hvernig fólk semur við annað samstarfsfólk skiptir oft miklu máli svo allt gangi vel á vinnustöðum. Líklegt er að yfirmaður þinn vilji þess vegna að þú fallir inn. Um að gera að mæta á viðburði á vegum vinnunnar eftir vinnu eða hitta vinnufélagana utan vinnutíma. 

Hvernig þú nýtir tíma þinn

Það er ekki nóg að stimpla sig bara inn og út á réttum tíma. Yfirmaðurinn tekur líka eftir afköstum þínum á vinnutíma. 

Vertu með allt á hreinu í vinnunni.
Vertu með allt á hreinu í vinnunni. mbl.is/Thinkstock photos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál