Að njóta litlu hlutanna í lífinu

Gunnhildur Arnardóttir er framkvæmdastjóri Stjórnvísi og meðstofnandi sprotafyrirtækisins HR Monitor. ...
Gunnhildur Arnardóttir er framkvæmdastjóri Stjórnvísi og meðstofnandi sprotafyrirtækisins HR Monitor. Gunnhildur hefur varið mestum hluta starfsævi sinnar við starfsmannastjórnun sem á hug hennar allan. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnhildur Arnardóttir á þrjú börn á aldrinum 21-42 ára, þrjú barnabörn og veit fátt skemmtilegra en njóta lífsins með vinum og stórfjölskyldunni, lesa góðar bækur, stunda heimspeki og fara daglega í sund og gönguferðir á Seltjarnarnesi þar sem hún nýtur náttúrunnar með heimilishundinum Aragorn.

Stærsta stjórnunarfélag Íslands

Hún útskýrir Stjórnvísi með eftirfarandi hætti: „Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með 3.000 virka félagsmenn frá 300 fyrirtækjum og mjög öflugt tengslanet. Félagið er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun. Fyrirtækin í Stjórnvísi koma úr öllum greinum atvinnulífsins og félagið hjálpar þeim að ná árangri á hagkvæman og markvissan hátt. Árlega eru haldnir yfir 100 viðburðir á vegum félagsins í formi funda og ráðstefna auk þess sem Stjórnvísi er eigandi Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnunarverðlaunanna.“

Faghópar lykilatriðið

Getur þú nefnt mér nokkur áhugaverð námskeið sem þú mælir með?

„Dagskrá vetrarins 2018-2019 verður kynnt í byrjun september á www.stjornvisi.is og þá kemur í ljós hvað öflugar stjórnir faghópanna bjóða upp á. Kjarnastarfið fer fram í faghópum, í dag eru 20 slíkir starfandi innan félagsins á jafnmörgum sviðum stjórnunar. Hver faghópur er með 5-10 manna stjórn sem boðar félagsmenn til fundar að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem tiltekið málefni er tekið til umfjöllunar í fyrirlestrar- og umræðuformi eða á annan hátt. Fundirnir sem eru hver og einn eins og örnámskeið skapa vettvang fyrir stjórnendur til umræðna, auka þekkingu og styrkja tengslanetið. Árlega bjóða tugir fyrirtækja félögum til sín í heimsókn, þannig miðlast þekking milli fyrirtækja og stuðlar að faglegri stjórnun og eflingu stjórnenda. Varðandi áhugaverða fundi/námskeið þá vil ég hvetja alla þá sem hafa áhuga á hvers kyns stjórnun að kynna sér úrval faghópanna. Í Stjórnvísi eru faghópar um fjármál fyrirtækja, gæðastjórnun og ISO-staðla, heilsueflandi vinnuumhverfi, kostnaðarstjórnun, mannauðsstjórnun, markþjálfun, persónuvernd, samfélagsábyrgð, stjórnun viðskiptaferla (BPM), stefnumótun og árangursmat, umhverfi og öryggi, þjónustustjórnun, verkefnastjórnun o.fl. Á síðasta ári voru stofnaðir fjórir nýir faghópar sem allir eru með sterkar stjórnir og vel var mætt á fundi á þeirra vegum. Þetta eru faghópar um persónuvernd, jafnlaunastjórnun, framtíðarfræði og góða stjórnarhætti.“

Framtíðarfræði áhugaverð

Spurð um námskeið sem hefur heillað hana á vegum Stjórnvísi segir Gunnhildur:

„Ef ég ætti að velja eitthvað eitt sem er næstum ómögulegt því fundirnir eru allir fræðandi og höfða til ólíks hóps stjórnenda þá nefni ég faghóp um framtíðarfræði sem er nýstofnaður og hélt vel sóttan fund í Eflu með Andrew Curry um miðjan júní sl. Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum. Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.“

Gunnhildur segir að þeir sem hafa mest not fyrir að sækja sér þekkingu hjá Stjórnvísi séu allir þeir sem eru áhugasamir um stjórnun. „Ýmist eru þetta sérfræðingar, stjórnendur með mannaforráð, nemendur og áhugafólk um stjórnun. Á Stjórnvísifundum kynnist þú því nýjasta í stjórnunarfræðunum því fundirnir eru oft samsettir af tveimur fyrirlesurum. Annars vegar eru fræðin kynnt og hins vegar hvernig þau er nýtt. Þetta er algjörlega einstakt að fá þessa blöndu og að auki að gefa sér tíma til að kynnast þeim sem hafa sams konar áhuga. Auk funda á vegum faghópanna eru einnig haldnar fjölmargar ráðstefnur um málefni sem bera hæst hverju sinni er varða framsækna stjórnun.“

Hvað aðrir eru að gera

„Allir viðburðir á vegum Stjórnvísi hafa alltaf það megininntak að skapa einstaka innsýn í hverju starfsmenn í öðrum fyrirtækjum eru að vinna að, hvernig fræðin eru nýtt í raun. Þar hittir þú þá sem eru að fást við það sama og þú og styrkir um leið tengslanetið við stjórnendur í öðrum fyrirtækjum, færð aðgengi að upplýsingum og hvetur starfsmenn til að bæta árangur sinn. Stjórnvísi er með samstarf við Festu, Franklin Covey á Íslandi, Endurmenntun HÍ, Opna háskólann og Icelandic Startups auk þess að standa árlega að uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnunarverðlaunum Stjórnvísi og Samfélagsskýrslu ársins.“

Hvað er að þínu mati áhugaverðast við að vera alltaf að bæta við sig þekkingu?

„Aldrei hefur aðgengi að upplýsingum verið meira og betra en í dag og því þörfin fyrir að bæta stöðugt við sig þekkingu mikilvæg. Til þess að bæta þá sérþekkingu sem við höfum valið okkur er einstaklega mikilvægt að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í okkar fagi hverju sinni, tileinka sér það og innleiða. Þekking breytist svo ört að við hreinlega verðum að fylgjast með því nýjasta. Að bæta við sig þekkingu eykur sjálfstraust, skapar gleði og stóreykur líkurnar á atvinnutækifærum. Eitt af því sem spurt er um í atvinnuviðtölum er menntun og hvernig þú hefur viðhaldið þinni menntun. Þá er ekki gott að svara því að ekki hafi unnist tími til slíks. Atvinnurekendur eru því í meira mæli að gera sér grein fyrir hversu mikilvæg símenntun er og hvetja starfsmenn til að stunda hana. Eitt af skemmtilegri lögum sem ég þekki er „Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær, að vita meira og meira meir í dag enn í gær.“

Heilinn er vöðvi sem verður að halda við

Telur þú fólk geta lært á öllum aldri? „Það er engin spurning að allir geta lært sama á hvaða aldri þeir eru. Ég er þakklát fyrir hve fjölmiðlar hafa verið duglegir upp á síðkastið við að kynna nýjar rannsóknir sem leiða í ljós mikilvægi þess að læra alla ævi. Heilinn er vöðvi sem verður að halda við rétt eins og við pössum upp á andlega og líkamlega heilsu. Nýverið var þáttur í Ríkissjónvarpinu þar sem læknir sagði að sú spurning sem flestir hefðu áhuga á að vita svarið við væri: „Hvernig styrkjum við heilann og komum í veg fyrir heilabilun.“ Í þeirri rannsókn sem þar var kynnt kom fram mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega og sá hópur sem kom best út var sá sem lærði nýja list, að teikna módel.“

Hvað einkennir góðan stjórnanda að þínu mati?

„Það sem einkennir góðan stjórnanda er að hann hlustar og hefur áhuga á fólki sem manneskjum. Góður stjórnandi gætir þess að allir starfsmenn hafi verkefni við hæfi, hann nýtur trausts, auðvelt er að leita til hans, gefur sjálfstæði til ákvörðunartöku, starfsmenn vita nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim og hafa mælakvarða sem segir hverjum og einum hvernig hann er að standa sig í vinnunni, gerir kröfur um árangur, hugar að þjálfun og þróun og gætir þess að laun séu markaðshæf.“

Þegar stórt er spurt

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Þessi spurning er mikilvæg og hefur verið umræðuefni í heimspeki-klúbbnum mínum. Á hverju hausti hittist árgangurinn minn 1957 í Laugalækjarskóla og bekkjarbróðir okkar Jón Thoroddsen heimspekingur velur efni og stýrir um-ræðum. Eins og alltaf var ekki hægt að komast að einni sameiginlegri niðurstöðu hvað það er sem skiptir hvern og einn mestu máli eftir að grunnþörfunum hefur verið fullnægt.“

Eitthvað að lokum?

„Munið að lifa lífinu lifandi og njóta litlu hlutanna.“

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetja konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strídd fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Í gær, 21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

Í gær, 18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

Í gær, 15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í gær Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í gær Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í gær „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í fyrradag Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í fyrradag Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í fyrradag Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í fyrradag Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »