Að njóta litlu hlutanna í lífinu

Gunnhildur Arnardóttir er framkvæmdastjóri Stjórnvísi og meðstofnandi sprotafyrirtækisins HR Monitor. ...
Gunnhildur Arnardóttir er framkvæmdastjóri Stjórnvísi og meðstofnandi sprotafyrirtækisins HR Monitor. Gunnhildur hefur varið mestum hluta starfsævi sinnar við starfsmannastjórnun sem á hug hennar allan. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnhildur Arnardóttir á þrjú börn á aldrinum 21-42 ára, þrjú barnabörn og veit fátt skemmtilegra en njóta lífsins með vinum og stórfjölskyldunni, lesa góðar bækur, stunda heimspeki og fara daglega í sund og gönguferðir á Seltjarnarnesi þar sem hún nýtur náttúrunnar með heimilishundinum Aragorn.

Stærsta stjórnunarfélag Íslands

Hún útskýrir Stjórnvísi með eftirfarandi hætti: „Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með 3.000 virka félagsmenn frá 300 fyrirtækjum og mjög öflugt tengslanet. Félagið er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun. Fyrirtækin í Stjórnvísi koma úr öllum greinum atvinnulífsins og félagið hjálpar þeim að ná árangri á hagkvæman og markvissan hátt. Árlega eru haldnir yfir 100 viðburðir á vegum félagsins í formi funda og ráðstefna auk þess sem Stjórnvísi er eigandi Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnunarverðlaunanna.“

Faghópar lykilatriðið

Getur þú nefnt mér nokkur áhugaverð námskeið sem þú mælir með?

„Dagskrá vetrarins 2018-2019 verður kynnt í byrjun september á www.stjornvisi.is og þá kemur í ljós hvað öflugar stjórnir faghópanna bjóða upp á. Kjarnastarfið fer fram í faghópum, í dag eru 20 slíkir starfandi innan félagsins á jafnmörgum sviðum stjórnunar. Hver faghópur er með 5-10 manna stjórn sem boðar félagsmenn til fundar að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem tiltekið málefni er tekið til umfjöllunar í fyrirlestrar- og umræðuformi eða á annan hátt. Fundirnir sem eru hver og einn eins og örnámskeið skapa vettvang fyrir stjórnendur til umræðna, auka þekkingu og styrkja tengslanetið. Árlega bjóða tugir fyrirtækja félögum til sín í heimsókn, þannig miðlast þekking milli fyrirtækja og stuðlar að faglegri stjórnun og eflingu stjórnenda. Varðandi áhugaverða fundi/námskeið þá vil ég hvetja alla þá sem hafa áhuga á hvers kyns stjórnun að kynna sér úrval faghópanna. Í Stjórnvísi eru faghópar um fjármál fyrirtækja, gæðastjórnun og ISO-staðla, heilsueflandi vinnuumhverfi, kostnaðarstjórnun, mannauðsstjórnun, markþjálfun, persónuvernd, samfélagsábyrgð, stjórnun viðskiptaferla (BPM), stefnumótun og árangursmat, umhverfi og öryggi, þjónustustjórnun, verkefnastjórnun o.fl. Á síðasta ári voru stofnaðir fjórir nýir faghópar sem allir eru með sterkar stjórnir og vel var mætt á fundi á þeirra vegum. Þetta eru faghópar um persónuvernd, jafnlaunastjórnun, framtíðarfræði og góða stjórnarhætti.“

Framtíðarfræði áhugaverð

Spurð um námskeið sem hefur heillað hana á vegum Stjórnvísi segir Gunnhildur:

„Ef ég ætti að velja eitthvað eitt sem er næstum ómögulegt því fundirnir eru allir fræðandi og höfða til ólíks hóps stjórnenda þá nefni ég faghóp um framtíðarfræði sem er nýstofnaður og hélt vel sóttan fund í Eflu með Andrew Curry um miðjan júní sl. Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum. Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.“

Gunnhildur segir að þeir sem hafa mest not fyrir að sækja sér þekkingu hjá Stjórnvísi séu allir þeir sem eru áhugasamir um stjórnun. „Ýmist eru þetta sérfræðingar, stjórnendur með mannaforráð, nemendur og áhugafólk um stjórnun. Á Stjórnvísifundum kynnist þú því nýjasta í stjórnunarfræðunum því fundirnir eru oft samsettir af tveimur fyrirlesurum. Annars vegar eru fræðin kynnt og hins vegar hvernig þau er nýtt. Þetta er algjörlega einstakt að fá þessa blöndu og að auki að gefa sér tíma til að kynnast þeim sem hafa sams konar áhuga. Auk funda á vegum faghópanna eru einnig haldnar fjölmargar ráðstefnur um málefni sem bera hæst hverju sinni er varða framsækna stjórnun.“

Hvað aðrir eru að gera

„Allir viðburðir á vegum Stjórnvísi hafa alltaf það megininntak að skapa einstaka innsýn í hverju starfsmenn í öðrum fyrirtækjum eru að vinna að, hvernig fræðin eru nýtt í raun. Þar hittir þú þá sem eru að fást við það sama og þú og styrkir um leið tengslanetið við stjórnendur í öðrum fyrirtækjum, færð aðgengi að upplýsingum og hvetur starfsmenn til að bæta árangur sinn. Stjórnvísi er með samstarf við Festu, Franklin Covey á Íslandi, Endurmenntun HÍ, Opna háskólann og Icelandic Startups auk þess að standa árlega að uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnunarverðlaunum Stjórnvísi og Samfélagsskýrslu ársins.“

Hvað er að þínu mati áhugaverðast við að vera alltaf að bæta við sig þekkingu?

„Aldrei hefur aðgengi að upplýsingum verið meira og betra en í dag og því þörfin fyrir að bæta stöðugt við sig þekkingu mikilvæg. Til þess að bæta þá sérþekkingu sem við höfum valið okkur er einstaklega mikilvægt að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í okkar fagi hverju sinni, tileinka sér það og innleiða. Þekking breytist svo ört að við hreinlega verðum að fylgjast með því nýjasta. Að bæta við sig þekkingu eykur sjálfstraust, skapar gleði og stóreykur líkurnar á atvinnutækifærum. Eitt af því sem spurt er um í atvinnuviðtölum er menntun og hvernig þú hefur viðhaldið þinni menntun. Þá er ekki gott að svara því að ekki hafi unnist tími til slíks. Atvinnurekendur eru því í meira mæli að gera sér grein fyrir hversu mikilvæg símenntun er og hvetja starfsmenn til að stunda hana. Eitt af skemmtilegri lögum sem ég þekki er „Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær, að vita meira og meira meir í dag enn í gær.“

Heilinn er vöðvi sem verður að halda við

Telur þú fólk geta lært á öllum aldri? „Það er engin spurning að allir geta lært sama á hvaða aldri þeir eru. Ég er þakklát fyrir hve fjölmiðlar hafa verið duglegir upp á síðkastið við að kynna nýjar rannsóknir sem leiða í ljós mikilvægi þess að læra alla ævi. Heilinn er vöðvi sem verður að halda við rétt eins og við pössum upp á andlega og líkamlega heilsu. Nýverið var þáttur í Ríkissjónvarpinu þar sem læknir sagði að sú spurning sem flestir hefðu áhuga á að vita svarið við væri: „Hvernig styrkjum við heilann og komum í veg fyrir heilabilun.“ Í þeirri rannsókn sem þar var kynnt kom fram mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega og sá hópur sem kom best út var sá sem lærði nýja list, að teikna módel.“

Hvað einkennir góðan stjórnanda að þínu mati?

„Það sem einkennir góðan stjórnanda er að hann hlustar og hefur áhuga á fólki sem manneskjum. Góður stjórnandi gætir þess að allir starfsmenn hafi verkefni við hæfi, hann nýtur trausts, auðvelt er að leita til hans, gefur sjálfstæði til ákvörðunartöku, starfsmenn vita nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim og hafa mælakvarða sem segir hverjum og einum hvernig hann er að standa sig í vinnunni, gerir kröfur um árangur, hugar að þjálfun og þróun og gætir þess að laun séu markaðshæf.“

Þegar stórt er spurt

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Þessi spurning er mikilvæg og hefur verið umræðuefni í heimspeki-klúbbnum mínum. Á hverju hausti hittist árgangurinn minn 1957 í Laugalækjarskóla og bekkjarbróðir okkar Jón Thoroddsen heimspekingur velur efni og stýrir um-ræðum. Eins og alltaf var ekki hægt að komast að einni sameiginlegri niðurstöðu hvað það er sem skiptir hvern og einn mestu máli eftir að grunnþörfunum hefur verið fullnægt.“

Eitthvað að lokum?

„Munið að lifa lífinu lifandi og njóta litlu hlutanna.“

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

Í gær, 16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

Í gær, 13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

Í gær, 09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

Í gær, 05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í fyrradag Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í fyrradag Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í fyrradag Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í fyrradag Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »