Símabann um helgar

Melissa McCarthy eyðir ekki deginum sínum í óþarfa.
Melissa McCarthy eyðir ekki deginum sínum í óþarfa. AFP

Leikkonan Melissa McCarthy er bæði fyndin og farsæl. McCarthy sem er ein launahæsta leikkonan í Hollywood eyðir ekki deginum sínum í að hanga á samfélagsmiðlum sem gæti útskýrt af hverju hún hefur tíma fyrir ótrúlegustu hluti. 

Í viðtali við New York Times segist leikkonan vakna klukkan hálffimm. Hún passar að vekja ekki dætur sínar tvær sem hún á með eiginmanni sínum og fer niður í eldhús og fær sér kaffi. Ólíkt mörgum sem vakna svona snemma og fara í ræktina eða svara tölvupóstum horfir McCarthy á gamla klassíska sjónvarpsþætti. Eftir að hafa horft á sjónvarpið les hún blöðin. 

Eitt af því sem einkennir líf McCarthy er að hún notar nútímatækni eins og snjallsíma ekki mikið. Um helgar nota hún og eiginmaður hennar ekki símana sína. Hún notar í rauninni símann sinn afar lítið. Birtir myndir á Instagram en skoðar ekki Instagram. Hún svarar ekki einu sinni tölvupóstum og segir að fólk geti annaðhvort sent henni SMS eða hringt í hana. 

McCarthy lýkur öllum dögum með heitu baði en þá tekur hún stundum upp Ipadinn sinn og skoðar Pinterest og kaupir jafnvel eitthvað fyrir heimilið.

Hjónin Ben Falcone og Melissa McCarthy.
Hjónin Ben Falcone og Melissa McCarthy. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál