Taka minna mark á áhrifavöldum

Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir eru íslenskir áhrifavaldar.
Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir eru íslenskir áhrifavaldar.

Rúmlega helmingur ungra neytenda treystir ekki áhrifavöldum og segja þeir að skilin séu óskýr um hvað sé kostun og hvað ekki. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmd var fyrir BBC Radio 4, sem er útvarpsstöð á vegum breska ríkisútvarpsins. 82% þátttakendur sögðu að þeir ættu erfitt með að greina hvenær áhrifavaldar fengju greitt fyrir auglýsingar sínar og hvenær ekki. 

Áhrifavaldar eru ekki bara vinsælir í Bretlandi heldur líka hérlendis. Á Íslandi hafa áhrifavaldar eins og Svana Lovísa, Fanney Ingvarsdóttir, Þórunn Ívarsdóttir, Sólrún Diego, Sunneva Eir Einarsdóttir, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, Aron Mola og fleiri notið mikilla vinsælda. 

Fyrr á árinu gerði Neytendastofa athugasemdir við færslur frá bloggurunum Svönu Lovísu Kristjánsdóttur á Trendnet.is og Fanneyju Ingvarsdóttur sem bloggar á sama miðli. Var þeim bannað að nota duldar auglýsingar en þær höfðu báðar skrifað um myndavél frá Origo hf. en samstarfið var búið til af samfélagsmiðlaauglýsingastofunni Sahara Media ehf. Málið var tekið fyrir hjá Neytendastofu og var niðurstaðan sú að það yrði að sérmerkja slíkt samstarf.

Í frétt BBC segir að yfirvöld þar í landi íhugi að gefa út sambærilegar reglur og Neytendastofa vinnur eftir. Í fréttinni segir jafnframt að 54% fólks sem tók þátt í könnuninni segi að duldar auglýsingar áhrifavalda hafi stýrt neysluhegðun þeirra. 

Í fréttinni segir að L'Oreal Group verji um helmingi af öllu markaðsfjár í áhrifavalda og ef bresk yfirvöld taka upp sömu reglur og Neytendastofa muni það hafa áhrif á markaðinn. Þetta er sérlega áberandi í snyrtivöruheiminum en bloggarar og áhrifavaldar njóta margir hverjir mikilla vinsælda með förðunarmyndböndum sínum sem séu ekki auglýst sem samstarf. 

Ein launahæsta Youtube-stjarnan í Bretlandi, Jeffree Star, mokar inn peningum en hann komst á lista Forebes því hann hefur þénað meira en 26 milljónir á þessu ári eða um tvær milljónir á mánuði. Það hefur reyndar tekið sinn tíma að komast á þennan stað því Jeffree Star hóf feril sinn á Youtube árið 2006 og var á þeim tíma ein vinsælasta manneskjan á MySpace. Hann hóf að sýna stutt og skemmtileg förðunarmyndbönd í gegnum Youtube-rás sína og varð fljótt mjög eftirsóttur. Árið 2014 byrjaði hann með sitt eigið snyrtivörumerki en hann er með um 10 milljón fylgjenda á Instagram. 

Sólrún Diego.
Sólrún Diego. mbl.is/Instagram

Íslenskir áhrifavaldar eru ekki komnir á sama stað og Jeffree Star. Ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar þá var Sólrún Diego með 320 þúsund krónur á mánuði í fyrra, Sunneva Eir Einarsdóttir með 305 þúsund krónur á mánuði og Guðrún Veiga Guðmundsdóttir með 247 þúsund krónur. 

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir.
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

Í gær, 16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

Í gær, 13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

Í gær, 09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

Í gær, 05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í fyrradag Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í fyrradag Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í fyrradag Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í fyrradag Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »