Taka minna mark á áhrifavöldum

Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir eru íslenskir áhrifavaldar.
Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir eru íslenskir áhrifavaldar.

Rúmlega helmingur ungra neytenda treystir ekki áhrifavöldum og segja þeir að skilin séu óskýr um hvað sé kostun og hvað ekki. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmd var fyrir BBC Radio 4, sem er útvarpsstöð á vegum breska ríkisútvarpsins. 82% þátttakendur sögðu að þeir ættu erfitt með að greina hvenær áhrifavaldar fengju greitt fyrir auglýsingar sínar og hvenær ekki. 

Áhrifavaldar eru ekki bara vinsælir í Bretlandi heldur líka hérlendis. Á Íslandi hafa áhrifavaldar eins og Svana Lovísa, Fanney Ingvarsdóttir, Þórunn Ívarsdóttir, Sólrún Diego, Sunneva Eir Einarsdóttir, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, Aron Mola og fleiri notið mikilla vinsælda. 

Fyrr á árinu gerði Neytendastofa athugasemdir við færslur frá bloggurunum Svönu Lovísu Kristjánsdóttur á Trendnet.is og Fanneyju Ingvarsdóttur sem bloggar á sama miðli. Var þeim bannað að nota duldar auglýsingar en þær höfðu báðar skrifað um myndavél frá Origo hf. en samstarfið var búið til af samfélagsmiðlaauglýsingastofunni Sahara Media ehf. Málið var tekið fyrir hjá Neytendastofu og var niðurstaðan sú að það yrði að sérmerkja slíkt samstarf.

Í frétt BBC segir að yfirvöld þar í landi íhugi að gefa út sambærilegar reglur og Neytendastofa vinnur eftir. Í fréttinni segir jafnframt að 54% fólks sem tók þátt í könnuninni segi að duldar auglýsingar áhrifavalda hafi stýrt neysluhegðun þeirra. 

Í fréttinni segir að L'Oreal Group verji um helmingi af öllu markaðsfjár í áhrifavalda og ef bresk yfirvöld taka upp sömu reglur og Neytendastofa muni það hafa áhrif á markaðinn. Þetta er sérlega áberandi í snyrtivöruheiminum en bloggarar og áhrifavaldar njóta margir hverjir mikilla vinsælda með förðunarmyndböndum sínum sem séu ekki auglýst sem samstarf. 

Ein launahæsta Youtube-stjarnan í Bretlandi, Jeffree Star, mokar inn peningum en hann komst á lista Forebes því hann hefur þénað meira en 26 milljónir á þessu ári eða um tvær milljónir á mánuði. Það hefur reyndar tekið sinn tíma að komast á þennan stað því Jeffree Star hóf feril sinn á Youtube árið 2006 og var á þeim tíma ein vinsælasta manneskjan á MySpace. Hann hóf að sýna stutt og skemmtileg förðunarmyndbönd í gegnum Youtube-rás sína og varð fljótt mjög eftirsóttur. Árið 2014 byrjaði hann með sitt eigið snyrtivörumerki en hann er með um 10 milljón fylgjenda á Instagram. 

Sólrún Diego.
Sólrún Diego. mbl.is/Instagram

Íslenskir áhrifavaldar eru ekki komnir á sama stað og Jeffree Star. Ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar þá var Sólrún Diego með 320 þúsund krónur á mánuði í fyrra, Sunneva Eir Einarsdóttir með 305 þúsund krónur á mánuði og Guðrún Veiga Guðmundsdóttir með 247 þúsund krónur. 

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir.
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál