Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

Hvort ætli Bill Gates hafi kysst peninga eða verið með …
Hvort ætli Bill Gates hafi kysst peninga eða verið með góðan þjálfara? AFP

Að kyssa peninga er ein leið til þess að græða sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir. Fjallað er um bók Hogen á vef Buisness Insider en hann rannsakaði tíu þúsund bandaríska milljarðamæringa í sjö mánuði. 

Er Hogan sagður halda því fram í bókinni Everyday Millionaires: How Ordinary People Built Extraordinary Wealth — and How You Can Too að flestir milljónamæringar geti þakkað velgengni sinni fjórum lykilsamböndum. 

Þjálfari

Þjálfarinn er sá sem stendur á hliðarlínunni og ögrar fólki svo það tekur framförum. Segir hann þetta vera röddina sem hvetur fólk áfram þegar það er við það að gefast upp. Sjálfur þakkar Hogen íþrótta-, viðskipta- og fjármálaþjálfurum sínum árangurinn sem hann hefur náð. 

Leiðbeinandi

Í rannsókn Hogan kom í ljós að 86 prósent milljarðamæringanna í rannsókninni hafi leitað markvisst ráða hjá mentor eða eins konar leiðbeinanda. Hvetur hann fólk til þess að fá sér leiðbeinanda sem hefur gengið í gegnum það sama og það langar og það getur treyst. Gott er svo að hittast í kaffi á nokkurra mánaða fresti. 

Klappstýran

Hogan segir fyrir mikilvægt fyrir fólk að hafa einhvern á hliðarlínunni sem trúir á það sem fólk er að gera og hvetur það áfram sama hvað. Það er þó ekki nóg að eiga foreldra sem hvetja mann áfram sama hvað bjátar á heldur er gott að eiga einhvern ríkan að sem hefur trú á manni. 

Góðir vinir

Allir ættu að eiga góðan vin. Það er ekki hægt að hugsa alltaf bara um að verða ríkur. Hogan segir að góðir vinir minni fólk á að lífið snýst um meira en bara að græða peninga. Gamlir og góðir vinir eru til að mynda alltaf til staðar. 

Ætli Stofnandi Amazon, Jeff Bezos, hafi verið með mentor?
Ætli Stofnandi Amazon, Jeff Bezos, hafi verið með mentor? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál