Meghan líður betur á fertugsaldrinum

Meghan Markle verður 38 ára á árinu.
Meghan Markle verður 38 ára á árinu. AFP

Hertogaynjan af Sussex Meghan Markle skrifaði í bloggfærslu árið 2014 að henni líði miklu betur á fertugsaldrinum heldur en á þrítugsaldrinum.

Markle hélt lengi vel úti bloggsíðu sinni The Tig þar sem hún skrifaði af og til um hvernig það var að vera ung leikkona á þrítugsaldri. Það er langt um liðið síðan hún lokaði blogginu en People og Express hafa grafið upp gamlar færslur eftir hana. Eftir að hún gekk í hjónaband með Harry Bretaprins hefur hún lokað öllum samfélagsmiðlum.

Það er því áhugavert að skyggnast inn í heim „gömlu Markle“ og lesa orð hennar um hamingjuna og hvernig maður eigi að finna sjálfan sig.

Í færslu frá afmælisdegi hennar árið 2014, þegar hún varð 33 ára lýsir hún því hvernig það tók hana tíma að vera sátt við sjálfa sig.

„Ég er 33 ára í dag. Og ég er hamingjusöm. Og segi það svona hreint út því [...] það tekur tíma. Að verða hamingjusamur. Til að finna út hvernig maður á að vera góður við sjálfan sig. Að ekki bara velja að vera hamingjusamur, heldur finna það líka.“

Meghan Markle árið 2004.
Meghan Markle árið 2004. Skjáskot af Daily Mail.

Hún lýsir því einnig hvernig henni líður miklu betur á fertugsaldrinum heldur en á þrítugsaldrinum

„Þrítugsaldurinn var mér erfiður – stöðug barátta við sjálfa mig, að dæma þyngd mína, stílinn minn. Ég þráði að vera jafn kúl/hip/gáfuð eða „hvað sem er“ og aðrir. Unglingsárin voru jafnvel verri – að reyna að passa inn og að skilja hvað það yfirhöfuð þýddi. Í framhaldsskólanum mínum voru klíkur; svörtu stelpurnar og hvítu stelpurnar, filippseysku og latínó stelpurnar. Þar sem ég á svarta mömmu og hvítan pabba fannst mér ég ekki passa neins staðar. Ég var örugglega um 24 ára gömul þegar einhver sem var að velja í hlutverk horfði á mig í áheyrnarprufum og sagði „Þú þarft að vita að þú ert nóg. Minni farða, meiri Meghan.“ skrifaði Meghan.

Síðan sagði hún lesendum frá því hvað hún lærði.

„Þú þarft að vita að þú ert nóg. Það er mantra sem er föst innra með mér svo djúpt að ég heyri hana á hverjum degi í höfðinu á mér. Þessi þrjú kíló sem þú missir gera þig ekki hamingjusamari, mikið af snyrtivörum gerir þig ekki sætari, fræga setningin hans Jerry Maguire „þú fullkomnar mig“ er í rauninni ekki sönn. Þú ert fullkomin með eða án maka. Þú ert nóg eins og þú ert.“

Meghan Markle árið 2014.
Meghan Markle árið 2014. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál