Góð ráð fyrir þá sem vinna heima

Það er ekki góð hugmynd að vinna uppi í rúmi.
Það er ekki góð hugmynd að vinna uppi í rúmi. Ljósmynd/Pexels

Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að fólk geti unnið vinnuna sína heima hjá sér. Það getur verið notalegt að þurfa ekki að fara út í kuldann og ganga í vinnuna eða sitja í umferðinni í hátt í klukkutíma til þess að komast í vinnuna. En það getur líka verið erfitt að vinna að heiman. Margir eiga erfitt með að setja mörk á milli heimilislífs og vinnu. Smartland tók saman nokkur góð ráð fyrir þá sem vinna heima hjá sér.

Ákveddu á hvaða tíma þú ætlar að vinna
Líkt og þú myndir þurfa að mæta á fyrirfram ákveðnum tíma í vinnuna, ákveddu þá hvenær þú ert í vinnunni heima og hvenær ekki.
Klæddu þig
Það er afskaplega notalegt að geta verið á náttfötunum í vinnunni. Það er hins vegar mælt með því að þeir sem vinna heima klæði sig áður en þeir byrja að vinna. Þá gefurðu heilanum skilaboð um að þú sért komin í vinnuna.
Finndu út hvað virkar fyrir þig á morgnana
Finndu út hvað þú þarft að gera á morgnana til að komast af stað. Það getur verið eitthvað einfalt eins og að fá sér morgunmat eða drekka kaffi og lesa dagblaðið áður en þú byrjar að vinna.
Ákveddu hvar í húsinu þú ætlar að vinna
Ákveddu hvar þú ætlar að vinna. Það er ekki góð hugmynd að vinna uppi í rúmi til dæmis. Þó að þú eigir ekki stórt hús eða íbúð, finndu út hvaða staður heima hjá þér virkar best fyrir þig.
Haltu vinnurýminu skipulögðu
Ef það er of mikið af truflunum í umhverfinu er ólíklegra að þú haldir góðri einbeitingu. Lagaðu til eftir daginn og hafðu „vinnustaðinn“ þinn eins og þú vilt koma að honum daginn eftir.
Fylgstu með tímanum
Fylgstu með hversu löngum tíma þú eyðir í hvert verkefni fyrir sig. Þá sérðu fljótlega hvort þú eyðir of löngum tíma í tiltekin verkefni eða ekki.
Forgangsraðaðu verkefnum
Það getur verið yfirþyrmandi að vera með langan lista af verkefnum sem á eftir að gera. Skipuleggðu verkefnalistann og forgangsraðaðu. Þannig geturðu komið í veg fyrir verkkvíða.

Gott er að ákveða stað á heimilinu þar sem þú …
Gott er að ákveða stað á heimilinu þar sem þú ætlar að vinna. Ljósmynd/Pexels


Stilltu klukku
Þegar þú ert búin að forgangsraða verkefnunum, ákveddu þá hvað þú ætlar að vera lengi að gera þau og taktu tímann. Það heldur þér á tánum og býr til einfalda áskorun.
Taktu þér pásu og hreyfðu þig
Mundu eftir að taka þér pásu, líkt og á hefðbundnum vinnustað. Stattu upp, fáðu þér kaffi eða farðu í stuttan göngutúr. Það er líka sniðugt að brjóta upp daginn með því að fara út að hlaupa eða í ræktina.
Skipuleggðu tíma fyrir þig sjálfa/n og fjölskylduna
Það getur verið freistandi að svara vinnutengdum tölvupósti á kvöldin eða þegar þú eyðir tíma með fjölskyldu og vinum. Skipuleggðu tíma þinn og gerðu ráð fyrir tíma fyrir þig sjálfa/n eða fjölskyldu þína.
Hættu að gera margt samtímis
Einbeittu þér að einu í einu. Ekki vera í símanum á meðan þú græjar hádegismatinn. Ekki hafa fréttirnar eða þætti í gangi á meðan þú vinnur. Það hefur slæm áhrif á vinnuna og þú nærð ekki að einbeita þér almennilega að verkefninu.
Ekki sinna heimilisverkum á vinnutíma
Það getur verið freistandi að henda í eina þvottavél á meðan maður klárar að svara tölvupósti. Ekki gera það, það truflar vinnuna.
Skiptu um umhverfi
Þótt þú getir sinnt vinnunni þinni heima þýðir það ekki að þú þurfir að eyða öllum vinnudögum heima. Prófaðu að fara á næsta kaffihús að vinna, eða jafnvel á bókasafnið. Það er gott að skipta annað slagið. Það er sérstaklega sniðugt ef það er mikið af truflunum heima fyrir, eins og óhreinn þvottur eða leirtau.

Mundu eftir að forgangsraða verkefnunum sem þú átt eftir að …
Mundu eftir að forgangsraða verkefnunum sem þú átt eftir að gera. Ljósmynd/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál