„Það skiptast á skin og skúrir“

Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla Bragadóttir. mbl.is/Ásdís

Athafnakonan og rithöfundurinn Ásdís Halla Bragadóttir er á ferðalagi um þessar mundir í Japan. Hún er þekkt fyrir að ná til fólks í rituðu máli og veltir nú upp í gegnum Facebook-færslu hvort okkur Íslendingum væri hollt að hugsa eins og Japanar gera.  

„Trúum við því að enn meira lán fylgi þegar við höfum verið lánsöm eða búum við okkur undir áföll í kjölfar velgengni? Sú spurning er mér ofarlega þegar við nú kveðjum Japan af hæsta húsi landsins. Á örfáum dögum lærðum við að elda, hugleiða, gista í hofi og Ryokan og upplifa ýmislegt nýtt og framandi. Eitt af því sem stendur upp úr er samtalið við zen-meistarann, sem fór til USA til að læra hagfræði áður en hann áttaði sig á því að köllun hans var að verða prestur líkt og faðir hans, afi, langafi og langalangafi. Hann sagði okkur að það sem m.a. einkenndi menninguna í Japan væri að fólk trúi því almennt að þegar eitthvað gott gerist þá gerist næst eitthvað slæmt. Að sama skapi trúi fólk því að þegar eitthvað slæmt hendi það þá fylgi eitthvað gott í kjölfarið. Þess vegna væru Japanar almennt hvorki ofsakátir né ofsaleiðir. Um leið og þeir fagna búa þeir sig undir yfirvofandi áfall og þegar það dynur á ylja þeir sér við tilhugsunina um betri tíð. Á Vesturlöndum trúðu menn hins vegar að í kjölfar velgengi fylgi enn meiri árangur. Menn sæktust sífellt eftir meira af hinu góða. Allt er lagt undir og mikil áhætta tekin – alveg þar til allt riðar til falls. Jafnframt tryðu menn því að þegar eitthvað slæmt gerðist væri ekkert fram undan nema dauði og djöfuldómur. Menningin einkenndist ekki einungis af meiri skapsveiflum einstaklinga heldur mjög sveiflukenndu efnahagslífi. Nú velti ég fyrir mér hvort kenningar zen-prestsins eigi við á Íslandi. Klassíska orðatiltækið okkar „það skiptast á skin og skúrir“ gefur til kynna að við hugsum eins og Japanar – en gerum við það í reynd? Trúum við því kannski frekar að þegar eitthvað gott gerist séum við ósigrandi? Og þegar eitthvað illt hendi sé allt eins hægt að leggja árar í bát? Þakka dásamlega daga á framandi slóðum en velti um leið fyrir mér hvort ég eigi að búa mig undir betri tíð eða verri!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál