Svona sendir þú betri vinnutölvupósta

Þarftu að skipta út frösum í vinnupóstinum?
Þarftu að skipta út frösum í vinnupóstinum? Pexels

Hjá mörgum fer einhver hluti vinnudagsins í að senda tölvupósta. Þessir tölvupóstar eiga það til að verða heldur staðlaðir og leiðinlegir, en oft finnst manni eins og maður geti bara orðað hlutina á einn hátt. Það eru oft margir sem vilja ekki hljóma leiðinlegir í tölvupósti en það getur stundum valdið misskilningi.

Grafíski hönnuðurinn Dani Donovan var í nákvæmlega þeim sporum en hún hafði reynt að skrifa sömu setninguna milljón sinnum þangað til hún fékk nóg og bað um ráð á Twitter. Ráðunum rigndi yfir hana og tók hún saman bestu ráðin. Ráðin eru á ensku, en það er vel hægt að yfirfæra þau á íslensku og þeir sem eru í miklum samskiptum á ensku geta vonandi nýtt þessi ráð.

Ekki skrifa: Fyrirgefðu hvað það tók mig langan tíma að svara

Skrifaðu heldur: Takk fyrir að sýna þolinmæði

Ekki skrifa: Hvaða tími hentar þér best?

Skrifaðu heldur: Hvernig virkar klukkan __:__ fyrir þig?

Ekki skrifa: Minnsta málið/Ekki málið

Skrifaðu heldur: Alltaf gott að geta hjálpað

Það getur stundum verið erfitt að skilja hvað fólk á við í tölvupóstum. Pexels

Ekki skrifa: Ég held við ættum kannski frekar að ...

Skrifaðu heldur: Það væri best ef við myndum ...

Ekki skrifa: Vonandi skilur þú þetta

Skrifaðu heldur: Láttu mig vita ef þú hefur einhverjar spurningar

Ekki skrifa: Langaði bara að athuga hvernig gengur

Skrifaðu heldur: Hvenær geturðu látið mig vita hvernig gengur?

Ekki skrifa: Úps fyrirgefðu, mér að kenna, þetta fór fram hjá mér

Skrifaðu heldur: Vel gert! Búin að laga þetta og setti nýtt skjal með í viðgengi. Takk fyrir að láta mig vita.

Ekki skrifa: Má ég fara fyrr?

Skrifaðu heldur: Ég þarf að fara í ___ klukkan __:__

og ef þú ert búin að sitja við skjáinn í 40 mínútur að reyna að útskýra það sem þú hefur að segja skrifaðu: „Næ ekki að útskýra nógu vel í tölvupósti, gætum við rætt þetta í persónu?“

View this post on Instagram

📧 I've been working on being more conscious of how I write emails, and made this handy printable guide! . I have a bad habit of overusing exclamation points, emojis, and qualifiers like "just" and "possibly" to sound extra-friendly and non-threatening in emails. (“Just wondering / just confirming / just checking / just making sure / just wanted to let you know”) . You are allowed to take up space. Your voice deserves to be heard. Your opinions matter. You don’t need to apologize for existing or asking for what you need. You are not “bossy” or “bitchy” for not sounding like a pep-machine 24/7. . If you act like a doormat, you better develop a taste for shoe leather. You have power too. Don’t be afraid to stand up for yourself— no one else is gonna do it for you. . Want to support my art, join our awesome Discord community, and get exclusive access to see new comics before anyone else? Link in bio 💕

A post shared by Dani Donovan (@danidonovan) on May 22, 2019 at 3:43pm PDT

mbl.is