Birta svarthvítar myndir til að valdefla konur

Birgitta Líf, Annie Mist og Katrín Tanja taka þátt í …
Birgitta Líf, Annie Mist og Katrín Tanja taka þátt í áskoruninni. Samsett mynd

Konur um allan heim birta nú svarthvítar myndir af sér á Instagram með fyrirsögninni #ChallengeAccepted eða #ÁskorunMóttekin. Tilgangur áskorunarinnar er að valdefla konur og hvetja þær til að birta myndir af sér. 

Áskorunin felur líka í sér að konur styðji við bakið á öðrum konum og beini athygli að þeim. 

Íslenskar konur eru búnar að taka þátt í áskoruninni en crossfit-stjarnan Katrín Tanja birti svarthvíta mynd af sér og skoraði á fleiri crossfit-stjörnur að birta mynd af sér. Önnur stjarna í crossfit-heiminum, Annie Mist Þórisdóttir, gerði slíkt hið sama og birti mynd af sér sem var tekin fyrir tímaritið Vogue fyrir nokkrum árum. 

Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir hefur einnig deilt mynd af sér. Bloggarinn Elísabet Gunnars gerði slíkt hið sama.

View this post on Instagram

@katrintanja challenge accepted 🤍 #womenempoweringwomen photo by @sagasig

A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir 🤍 (@birgittalif) on Jul 28, 2020 at 8:58am PDT





View this post on Instagram

Challenge accepted @katrintanja @sylviafridjons @svanav @lara_bjornsdottir 🤍 #empoweringwomen

A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) on Jul 29, 2020 at 6:12am PDT





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál