Tóku pásu frá frægðinni og fóru í skóla

Ofurfyrirsætan Karlie Kloss hætti að ganga tískupallinn fyrir nærfatamerkið VIctoria's …
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss hætti að ganga tískupallinn fyrir nærfatamerkið VIctoria's Secret þegar hún hóf háskólanám. AFP

Margar stjörnur verða frægar áður en þær fá tækifæri til að fara í háskóla. Nokkrar heimsfrægar stjörnur hafa þó tekið sér pásu frá frægðinni og sest á skólabekk. Á vef Elle má finna nöfn nokkurra stjarna sem hafa gefið sér tíma til að fara í háskóla. 

Natalie Portman

Óskarsverðlaunaleikkonan sló í gegn sem unglingur og er í dag ein frægasta leikkona heims. Hún ákvað þó að ná sér í háskólagráðu og lærði sálfræði í Harvard. 

Natalie Portman sendi skýr skilaboð með klæðavali sínu á Óskarnum …
Natalie Portman sendi skýr skilaboð með klæðavali sínu á Óskarnum í nótt. AFP

Jodie Foster

Leikkonan hóf ferilinn sem barnastjarna og hefur nú snúið sér að leikstjórn. Foster stundaði nám í bókmenntafræði við Yale-háskóla. 

Jodie Foster, leikkona og leikstjóri.
Jodie Foster, leikkona og leikstjóri. AFP

Ashley Olsen

Barnastjarnan og tvíburinn Ashley Olsen stundaði nám í New York-háskóla og fór í starfsnám hjá fatahönnuðinum Zac Posen. 

Mary-Kate Olsen og Ashley Olsen eru nánar enda frægir tvíburar.
Mary-Kate Olsen og Ashley Olsen eru nánar enda frægir tvíburar. AFP

Joseph Gordon-Levitt

Leikarann þekkja margir úr unglingamyndinni 10 Things I Hate About You. Eftir að hann hætti að leika í sjónvarpsþáttunum 3rd Rock From The Sun um tvítugt skráði hann sig í Columbia-háskóla í New York. Hann útskrifaðist reyndar ekki og hætti árið 2004. 

Joseph Gordon-Levitt.
Joseph Gordon-Levitt. AFP

Emma Watson

Harry Potter-stjarnan Emma Watson stundaði nám við Brown-háskóla í Bandaríkjunum og var eitt ár skiptinemi í Oxford. Hún útskrifaðist með gráðu í enskum bókmenntum. 

Emma Watson.
Emma Watson. AFP

Dakota Fanning

Barnastjarnan hefur leyft systur sinni að njóta sviðsljóssins að undanförnu. Hún stundaði nám við New York-háskóla þar sem hún lagði áherslu á birtingarmynd kvenna í kvikmyndum og menningu. 

Dakota Fanning.
Dakota Fanning. AFP

Claire Danes

Leikkonan sló í gegn á móti Leonardo DiCaprio í Romeo og Juliet. Homeland-leikkonan tók sér tveggja ára hlé frá Hollywood þegar hún stundaði nám í leiklist við Yale-háskóla í Bandaríkjunum.   

Claire Danes.
Claire Danes. AFP

Karlie Kloss

Ofurfyrirsætan Kloss lagði vængi Victoria's Secret til hliðar þegar hún hóf nám við New York-háskóla árið 2015. 

Karlie Kloss.
Karlie Kloss. AFP

Julia Stiles

Leikkonan gaf sér tíma til að fara í Columbia-háskóla til að stunda nám í enskum bókmenntum. 

Julia Stiles.
Julia Stiles. AFP
mbl.is