Sigrún keypti sér íbúð undir heita pottinn

Á síðustu sjö árum hef­ur Sigrún Guðjóns­dótt­ir haft yfir millj­arð …
Á síðustu sjö árum hef­ur Sigrún Guðjóns­dótt­ir haft yfir millj­arð í tekj­ur af því að hjálpa kon­um úti um all­an heim að byggja upp þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki á net­inu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef einhver heldur því fram að ungar konur vanti fyrirmyndir að sterkum konum í viðskiptum ætti sá hinn sami að skoða hvað Sigrún Guðjónsdóttir frumkvöðull er að gera þessa dagana. „Það hefur verið draumur minn lengi að eiga heitan pott. Eina leiðin til að láta þennan draum verða að veruleika er að eiga einbýli eða íbúð á efstu hæð,“ segir Sigrún sem lét drauminn rætast.

Á síðustu sjö árum hef­ur Sigrún Guðjóns­dótt­ir haft yfir millj­arð í tekj­ur af því að hjálpa konum úti um all­an heim að byggja upp þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki á net­inu. Hún er þekkt fyr­ir að klæðast bara rauðu og auðvitað ekur hún nú um göt­ur bæj­ar­ins á rauðum bíl. 

Sigrún á og rek­ur alþjóðlegt ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki í Sviss. Hún er alþjóðleg­ur viðskiptaráðgjafi (e. bus­iness coach) og TEDx-fyr­ir­les­ari. Hún fram­leiðir hlaðvarpið The Sigrun Show, er með vikuleg­an þátt á YouTu­be og reglu­leg­ur viðmæl­andi úti um all­an heim. 

„Draumurinn breyttist því í að finna íbúð á efstu hæð. Ég trúði ekki alveg að ég gæti það, ekki síst þar sem ekki er mikið til af þannig íbúðum í Reykjavík. Ég var viss um að ef ég fyndi íbúðina gæti ég ekki fjármagnað hana. 

Í ágúst á síðasta ári sá ég auglýsta á Facebook íbúð til sölu í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá heimilinu mínu á Íslandi. Í fyrstu lét ég auglýsinguna framhjá mér fara en þegar ég sá að það var leyfi fyrir því að setja heitan pott á svalirnar gat ég ekki látið hugmyndina frá mér lengur.

Til að gera langa sögu stutta þá keypti ég íbúðina undir heita pottinn. Ég flutti inn í íbúðina í nóvember á síðasta ári og í dag varð draumur minn að veruleika: Heiti potturinn kom á svalirnar. 

Hann er útbúinn öllu því besta; wifi, tónlist, ljósum og nuddi. Ég get ekki beðið eftir að liggja í honum. Þetta er draumur minn orðinn að veruleika,“ skrifar hún á Instagram.  

View this post on Instagram

A post shared by Sigrun (@sigruncom)


 

mbl.is