Beyoncé segir lífið byrja um fertugt

Beyncé er glæsileg framan á nýjasta hefti Harper´s Bazaar.
Beyncé er glæsileg framan á nýjasta hefti Harper´s Bazaar.

Í nýlegu forsíðuviðtali við Harper's Bazaar talar Beyoncé Knowles-Carter um lífið og tilveruna og þá trú sína að lífið byrji um fertugt. Hún var fyrstu ár ævinnar að sjá fyrir sér hvernig hún vildi hafa lífið og þá tóku við tuttugu ár sem fólust aðallega í því að byggja upp viðskiptaveldi hennar. 

Upp úr þrítugu fór hún að huga að því að stofna fjölskyldu og vinna í sjálfri sér. Hún segir ekki einfalt að vera manneskja í dag.  

„Netið er þannig að það sýnir þér bara það sem þú hefur trú á hverju sinni. Það er hættulegt.“

Hún er á því að fyrirmyndirnar í lífinu skipti máli og þakkar móður sinni, sem vann 18 tíma á dag, vinnueðli sitt.

„Þótt mamma ynni svona mikið var hún alltaf fagleg og góð við alla. Pabbi kenndi mér að búa til mitt eigið efni sjálf. Svo hef ég fengið faglega aðstoð við að vinna úr áföllum bæði mínum og fjölskyldu minnar sem hafa setið í mér. Það hefur breytt lífi mínu og hjálpað mér að setja heilbrigð mörk á milli vinnu og einkalífs.“

Beyoncé segir vini og fjölskyldu hissa þegar hún stígur á svið.

„Ég er allt önnur á sviði en ég er heima. Margt úr daglega lífinu tek ég með mér inn í listina. Sem dæmi þá hef ég skrifað marga lagatexta um það sem ég er að ganga í gegnum hverju sinni. Ég hlakka til framtíðarinnar og veit að ég er bara rétt að byrja lífið.“

Hún hefur haldið áfengi og vímuefnum í hæfilegri fjarlægð og lagt meiri metnað í heiðarleika og vinnusemi.

„Ég er alin upp við Jakob 2:17 þar sem segir að trú án vinnu sé ekki neitt. Það kenndi mér að ekki er nóg að dreyma um hvernig lífi maður vill lifa. Maður þarf að leggja hart að sér og mæta á staðinn. Þannig uppsker maður líkt og maður sáir.“

Nýlega kynnti fyrirtækið Tiffany & Co að Beyoncé og Jay Z yrðu andlit fyrirtækisins á næstu misserum. Viðskiptaveldi fjölskyldunnar er á hraðri uppleið og eru skilin milli ólíkra verkefna að mást út þar sem viðfangsefni þeirra eru tónlist, tíska og kvikmyndagerð svo eitthvað sé nefnt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál