Töfradrykkur við frjókornaofnæmi

Frjókornin geta rétt reynt að gera manni lífið leitt með …
Frjókornin geta rétt reynt að gera manni lífið leitt með hækkandi sól

Eins ljúf og hækkandi sól nú er, er því ekki að neita að hvimleiður fylgikvilli vors og sumars er frjókornaofnæmið. Því er ekki verra að luma á töfraformúlu þegar það byrjar að herja á mann.

Meðfylgjandi uppskrift er að heilsudrykk sem sérfræðingar Healthy Holistic Living-síðunnar uppástanda að geri kraftaverk í ofnæmistíðinni. Guð veit að það er lítið gaman að vera með rauð augu, rennandi nef og hnerrandi þegar maður vill vera úti í sólinni, á sumarkjól og sandölum, með gleði í hjarta. Því er um að gera að gefa honum þessum séns

Græna sprengjan:

1 bolli grænt myntute

2 kiwi

1 grænt epli

1 avókadó

1 msk frjóduft (e. bee pollen, fæst í heilsuverslunum)

1 msk hunang

1/2 tsk turmeric

2 msk ferskur lime-safi

Aðferð: Öllu skellt í blandara og maukað saman.

Vinsamlegast athugið: Mælt er með að sem mest af innihaldinu sé lífrænt ræktað. Farið einnig hægt af stað í frjóduftið. Mælt er með því að byrja smátt og fara ekki í fulla matskeið fyrr en eftir að hafa drukkið drykkinn með minna magni, einu sinni á dag í viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál