Komust yfir hlaupahatrið

Lena Dunham.
Lena Dunham. mbl.is/AFP

Það eru margir sem vilja stunda hlaup en gefast alltaf upp af því þeim finnst það leiðinlegt. Hins vegar er hægt að komast yfir leiðindin ef eitthvað er að marka þau ummæli sem Women’s Health tók saman.

Girls-leikkonan Lena Dunham

„Í rauninni hef ég hatað hlaup alla ævi og ég hljóp eins og særð lítil flugeðla. Mér leið vandræðalega og treysti sjálfri mér ekki til að flýja brennandi byggingu. En ég fékk einkaþjálfara og eftir innan við klukkustund breyttist hugsunarháttur minn til hlaupa. Mér leið sterkri og stoltari.“

Lena Dunham.
Lena Dunham. mbl.is/AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis

„Í byrjun hljóp ég út af eignmanni mínum. Ég gerði það bara í nokkrar vikur og varð svo leið á því. Ég var að hlaupa rólega og taka spretti. Hann sagði að ef ég hlypi í 30 mínútur rólega með sprettum á milli væri það eins og klukkustund á hlaupabrettinu. Núna hins vegar hleyp ég í 40 til 50 mínútur og svitna.“

Viola Davis.
Viola Davis. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Karlie Kross

„Í hreinskilni sagt þá hataði ég að hlaupa. Áður en ég fór að æfa fyrir hálfmaraþonið í París hafði ég aldrei hlaupið lengur en sex kílómetra í einu. Ég hef hins vegar alltaf verið mjög orkumikil og æfði ballett í mörg ár. Það hefur alltaf skipt mig miklu máli að ögra sjálfri mér við æfingar. Ég vildi komast yfir hræðsluna sem fylgdi hlaupunum.“

Karlie Kross.
Karlie Kross. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál