Fimm góðar fitubrennsluæfingar

Það er hægt að gera sömu æfingar og atvinnuíþróttamenn.
Það er hægt að gera sömu æfingar og atvinnuíþróttamenn. mbl.is/Thinkstockphotos

Æfingar sem atvinnuíþróttamenn gera til þess að hita líkamann upp fyrir keppnir eru kallaðar drillur. Íþróttamenn sjást oft gera þessar æfingar rétt fyrir leik, á kantinum á fótboltaleikjum eða við hlaupabrautina. Robert Reames þjálfari sagði við Men's Fitness að hann hafi notað þessar æfingar við þjálfun í mörg ár. 

Æfingarnar eru góð leið til þess að brenna fitu og styrkja vöðvana um leið. Annar þjálfari benti á að fólki liði ekki eins og það væri að gera æfingu þegar það gerði drillurnar heldur meira eins og það væri að stunda alvöruíþrótt. Hérna eru fimm æfingar sem eru góðar. 

Sprettir

Það er gott að taka spretti og í hvert skipti sem þú endurtekur sprettinn ættirðu að tvöfalda hann. Til dæmis ef þú ert á körfuboltavelli getur þú byrjað undir körfunni og sprett inn að miðju, snert jörðina með lófanum og sprett til baka. Næsta skipti ættirðu að spretta alla leið yfir völlinn, snerta með lófanum og spretta til baka.  Þessi æfing hjálpar ekki aðeins við að brenna fitu heldur eykur líka snerpu.

Karíókískref

Þessi æfing er ekkert tengd karíókí eins og nafnið segir til um. Æfingin virkar þannig að þú hleypur til hliðar fyrst með hægri fót fyrir framan svo með vinstri fót fyrir framan og svo framvegis. Þetta ætti að endurtaka nokkrum sinnum á báðum hliðum. Þessi æfing þjálfar líka samhæfingu hreyfinga.

Hliðarhopp á einum fæti

Þessi hopp eru oft gerð á æfingastiga sem liggur á jörðinni og svo er hoppað inn í götin á milli þrepanna. Það er hins vegar auðvelt að framkvæma þetta án stiga, það er t.d. hægt að kríta á stétt eða raða pennum á gólf.

Hoppa skal til hliðar inn í hvern kassa, auk þess að brenna fitu er þetta sérlega góð styrktaræfing fyrir fætur og kemur þeim vel sem hlaupa mikið.

Hoppa og teygja sig upp í loft

Hér er gott að standa með mjaðmabreidd á milli fótanna. Gera síðan létta hnébeygju og hoppa með miklum krafti. Gott er að teygja sig upp í loft þegar hoppað er. Passa þarf að lenda í sömu stöðu og byrjað var í. Auk brennslu eykur æfingin þolið og styrkir fæturna.

Stíga hratt upp á pall

Það reynir á þolið að stíga hratt upp á pall. Einnig er hægt að nota þá upphækkun sem maður finnur eins og til dæmis stein úti í náttúrunni. Byrjaðu að gera æfinguna í 30 sekúndur en síðan geturðu lengt upp í 60 sekúndur. Gott er að skipta um þann fót sem stígur upp á pallinn fyrst þegar tíminn er hálfnaður.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál