10 fæðutegundir sem líkjast líffærum

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Allir hafa einhvern tímann heyrt að „við erum það sem við borðum“, en það geta verið meiri tengsl milli þess sem er gott fyrir okkur og líffærin en þig grunar. Samkvæmt grein á Woman’s Day, sem ég fann á netinu, eru að minnsta kosti 10 fæðutegundir sem líkjast þeim líffærum sem þær veita mesta næringu  en kannski er það bara ein af þessum tilviljun?

Mér fannst þetta áhugaverður og skemmtilegur listi og vel þess virði að skoða hann. Flestar þessar fæðutegundir eru góðar fyrir allan líkamann, en með hliðsjón af listanum getum við séð hvaða fæðu má neyta til að styrkja ákveðin svæði hans,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

1-GULRÆTUR: AUGU
Ef þú skerð gulrót í sneiðar er auðvelt að sjá hversu lík hún er auga manns – og ef þú skoðar sárið vel, sérðu jafnvel línur sem líkjast sjáaldrinu (ljósopinu) og lithimnunni. Gömlu munnmælin um að gulrætur séu góðar fyrir augun eru í fullu gildi, því í gulrótum er að finna mikið af vítamínum og andoxunarefnum eins og beta-karótíni, sem dregur úr líkum á hrörnun í augnbotnum, sem gjarnan leiðir til sjónleysis hjá eldra fólki.

2-VALHNETUR: HEILI
Fellingar og skorur á valhnetukjarna leiða hugann að öðru líffæri, nefnilega heilanum. Lögun hnetunnar er á vissan hátt eins og hægra og vinstra heilahvel. Því kemur ekki á óvart að stundum sé talað um valhnetur sem „heilafóður“, því í þeim er mikið af omega-3 fitusýrum, sem styrkja starfsemi heilans.

3-SELLERÍ: BEIN
Langir, grannir sellerístilkar líkjast beinum og eru líka góðir fyrir þau. Best er að borða lífrænt ræktað sellerí, en í selleríi er mikið af sílikóni, sem eru hluti af þeirri sameindagerð sem veitir beinum styrk. En það er ekki bara útlitið sem gerir sellerí líkt beinum líkamans, því 23% beina er natríum og það sama á við um sellerí.

4-AVÓKADÓ: LEG
Perulaga form avókadós líkist leginu en avókadó er einmitt talið styrkjandi fyrir æxlunarfærin. Avókadó er ríkt af fólínsýru en hún dregur úr hættu á misvexti í leghálsi, sem getur verið forstig leghálskrabbameins.

5-SKELFISKUR: EISTU
Ýmsar rannsóknir benda til þess að skelfiskur (clams), sem líkist eistum í laginu, sé góður fyrir kynfæri karla. Rannsóknir í Hollandi gefa til kynna að bætiefnin fólínsýra og sink – sem mikið er af í skelfiski – geti verulega bætti gæði sæðis hjá körlum.

6-GREIPALDIN: BRJÓST
Líkindin milli kringlóttra sítrusávaxta – eins og sítrónu og greipaldins – og brjóstanna eru næstum of mikil til að teljast tilviljun. Í greipaldin er efni sem kallast “limonoids”, en rannsóknir hafa sýnt að það hindrar framþróun krabbameinsfrumna í tilraunadýrum og brjóstafrumum úr konum.

7-TÓMATAR: HJARTA
Þegar þú skerð tómast í sundur sérðu að þetta rauða grænmeti er með fjölda hólfa sem líkjast uppbyggingu hjartans. Rannsóknir hafa leitt í ljós að lýkópen í tómötum, getur dregið úr hjartasjúkdómum, bæði hjá konum og körlum sem neyta þeirra, að ekki sé nú talað um ef bætti er við fitu eins og ólífuolíu eða avókadói, en olían og avókadóið leiða til þess að upptaka líkamans á lýkópeni allt að tífaldast.

8-RAUÐVÍN: BLÓÐ
Rauðvín, sem er ríkt af andoxunarefnum og pólýfenóli, þar á meðal hinu öfluga resveratroli, lítur út eins og blóð. Það hefur blóðþynnandi áhrif og dregur því úr líkum á blóðtöppum, sem tengjast heilablóðfalli og hjartasjúkdómum, auk þess sem það lækkar LDL-kólesterólið.

9-ENGIFERRÓT: MAGI
Allir sem hafa einhvern tímann teygt sig eftir engiferöli, þegar þeir hafa verið slæmir í maga, vita að engifer dregur úr ógleði. Því passar svo vel að engiferrótin skuli líkjast maganum. Efnið sem gefur engiferrót þessa sterku lykt og bragð kallast “gingerol” og rannsóknir sýna að það dregur úr ógleði og uppköstum.

10-SÆTAR KARTÖFLUR: BRISIÐ
Ílangar sætar kartöflur eru mjög líkar briskirtlinum og stuðla jafnframt að heilbrigðri starfsemi hans. Í sætum kartöflum er mikið af beta-karótíni, sem er öflugt andoxunarefni sem verndar alla vefi líkamans, þar á meðal briskirtilinn, frá eyðileggingu sem tengist krabbameinum og öldrun.

Kíktu endilega inn á síðu Women’s Day til að sjá myndir af öllum þessum fæðutegundum og hversu mikil líkindi eru milli þeirra og líffæra líkamans.

mbl.is

Einstakur stíll Alicia Vikander

Í gær, 23:45 Alicia Vikander er fyrirmynd þegar kemur að náttúrulegu útliti. Hún er með lítið litað hár og alltaf með förðunina í lágmarki. Hún velur vandaðan fatnað með góðum sniðum. Meira »

Ertu kvíðinn og þunglyndur gæfusmiður?

Í gær, 20:00 „„ Hver er sinnar gæfu smiður?“ Var yfirskrift greinar sem ég skrifaði átján ára gömul í skólablað Menntaskólans á Akureyri. Frómt frá sagt glottu vinir mínir út í annað þegar drottningin af Góða dátanum, Malibúprinsessan Sjallans, bjórynjan af Kaffi Karólínu sendi frá sér þessa grein eins og hún hefði löngum starfað með Steina löggu í áfengiseftirlitinu og fundið upp foreldraröltið í kjölfarið og látið loka Dynheimum vegna óspekta. Meira »

Melania í bol af Donald Trump?

Í gær, 16:03 Melania Trump kom heim úr sumarfríi í hvítum stuttermabol sem hefur vakið mikla athygli. Er þetta í fyrsta skiptið sem forsetafrúin sést í hvítum stuttermabol. Meira »

Geggjað útsýni út á sjó á Akranesi

Í gær, 13:00 Við Bakkatún 6 á Akranesi stendur afar fallegt og vel skipulagt 155 fm einbýlishús sem byggt var 1953.   Meira »

Svona fagnaði Ásdís Rán 40 árunum

Í gær, 09:47 Ásdís Rán Gunnarsdóttir hélt upp á fertugsafmæli sitt í Sofíu í Búlgaríu á dögunum. Öllu var tjaldað til svo veislan yrði sem best. Meira »

Þetta skiptir mestu máli í brúðkaupum

Í gær, 05:00 Það eru ekki gjafapokar, ræður eða tónlistin sem skiptir gestina máli heldur mun einfaldari atriði sem hægt er að redda auðveldlega. Meira »

Hætt að sofa saman eftir 15 ára samband

í fyrradag „Þó við eigum margt sameiginlegt þá erum við ólíkir persónuleikar, t.d. er ég mun félagslyndari hann. Það reynist okkur því oft erfitt að gera eitthvað félagslegt því hann hangir oft og tíðum bara í símanum á meðan.“ Meira »

Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk

í fyrradag Ólöf Júlíusdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði á föstudaginn. Ritgerðin ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf hefur alltaf haft áhuga á hvers kyns mismunun og þegar henni bauðst tækifæri á að skoða valdaójafnvægi í íslensku viðskiptalífi lét hún slag standa. Meira »

Megastutt en áhrifarík æfing Önnu

í fyrradag Anna Eiríksdóttir kennir lesendum að gera stutta en mjög áhrifaríka æfingu. Það eina sem þú þarft er jóga-dýna og svo er ágætt að vera í léttum leikfimisfötum. Meira »

Elli og Solla létu pússa sig saman

í fyrradag Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

í fyrradag Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »

Flest erum við afleitir samningamenn

í fyrradag Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

17.8. Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

17.8. Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

17.8. „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

17.8. Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

17.8. Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

17.8. Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

16.8. Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

16.8. Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

16.8. „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »