Þrjóska lengir lífið

Þessi eru gömul og þrjósk.
Þessi eru gömul og þrjósk. mbl.is/Thinktsockphotos

Þrjósku geta fylgt kostir og gallar en ný rannsókn á háöldruðum gamalmennum á Ítalíu sýnir að þau eiga það sameiginlegt að vera þrjósk. Það mætti því vel álykta að þrjóska gæti hjálpað þegar kemur að langlífi. 

Rannsóknin var gerð á fólki á aldrinum 90 ára til 101 árs. Skiljanlega var fólkið í verra líkamlegu ástandi en ættingjar þeirra á aldrinum 51 árs til 75 ára. Þegar kom að andlegri heilsu var það hins vegar í betri málum.

Rannsakendurnir bentu á að þegar lífaldur fólks er rannsakaður er oftast horft á líffræðilega þætti eins og genasamsetningu. Í þessari rannsókn var hins vegar litið til andlegra þátta. 

Jákvæð áhrif þrjóskunnar á lífaldurinn telur rannsóknarfólkið vera að fólkinu er sama um hvað öðru fólki finnst. 

Þrjóskan var þó ekki það eina sem sameinaði fólkið heldur líka ástríðan fyrir landinu en margt fólkið bjó enn heima og vann heima, hafði tilgang í lífinu. Að sjálfsögðu var það síðan bjartsýni sem einkenndi fólkið. 

Hin 95 ára gamla Betty White er skemmtileg og hress.
Hin 95 ára gamla Betty White er skemmtileg og hress. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál