Nakinn í ræktina 2018

Nakinn í ræktina, er það eitthvað?
Nakinn í ræktina, er það eitthvað? mbl.is/Thinkstockphotos

Í upphafi nýs árs flykkist fólk í líkamsrækt. Margir eru að leita eftir tilbreytingu í þeim efnum enda hægt að finna tískubylgjur í líkamsrækt eins og í öllu öðru. Nektartími er eitthvað sem líkamsræktarstöð í New York virðist ætla vinna með í ár. 

Samkvæmt Independent er stöðin Henson Fitness vinsæl meðal þeirra ríku og frægu og eru stjörnur á borð við Rihönnu, Tom Cruise og Juliu Roberts sagðar eiga aðild að ræktinni. 

Nú í byrjun janúar er auglýstur tími þar sem fólk gerir æfingar með sína eigin þyngd sem reynir á rassvöðva, fætur og miðju. Hljómar ósköp venjulega, en það sem er óvenjulegt við tímann er að fólk á að vera nakið. Ástæðan er ekki að uppfylla heitustu ósk striplinga heldur á það að hafa góð heilsufarsleg áhrif að æfa nakinn. 

Til að byrja með virðist bara um einn tíma að ræða en á Facebook-síðu  viðburðarins er því haldið fram að þetta hafi góð áhrif á öndun húðarinnar. Losun endorfíns á að aukast vegna D-vítamíns frá sólarljósinu. Síðast en ekki síst er aukin líkamsmeðvitund listuð upp þar sem fólk á auðveldara með að sjá hvort það er að svindla á æfingum. 

Ekki er nauðsynlegt að vera alveg nakin þar sem að húðlituð nærföt eru leyfð í tímanum. Nú er bara spurning hvort að þetta verði næsta jóga í heitum sal eða zumba-æði?

Rihanna er sögð æfa hjá þjálfurum Henson Fitness.
Rihanna er sögð æfa hjá þjálfurum Henson Fitness. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál