Svona heldur Halle Berry línunum í lagi

Halle Berry er í fantaformi.
Halle Berry er í fantaformi. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry er þekkt fyrir stæltan líkama. Berry segist oft vera spurð að því hvernig hún haldi sér í svona góðu formi. Til þess að svara því byrjaði hún með fitness-föstudaga þar sem hún deilir líkamsræktarráðum á Instagram á föstudögum. 

Ásamt ströngum æfingum þakkar Berry foreldrum sínum og fimleikaþjálfuninni á hennar yngri árum fyrir líkamsvöxt sinn. Leikkonan segist hafa unnið með mörgum þjálfurum en upphaldsþjálfari hennar er Peter Lee Thomas. Thomas kenndi Berry meðal annars box og sjálfsvörn. 

Halle Berry er á ketó-mataræði.
Halle Berry er á ketó-mataræði. AFP

Berry segir það mikilvægt að plana æfingu. Það eru 24 klukkutímar í sólahringnum, allir geti tekið einn klukkutíma frá og einbeitt sér að sjálfum sér, glansandi fín líkamsræktarstöð er ekki nauðsynleg. Hún byrjar á því að mæla með plankaæfingu. Lóð eru ekki nauðsynleg til að byrja með, vatnsflaska dugar. 

Berry er þó ekki bara í svona góðu formi út af boxinu, hún segir mataræðið skipta mjög miklu máli. Leikkonan hefur verið á ketó-mataræðinu í þó nokkurn tíma. Hún er ekki hrifin af því að kalla það megrunarkúr, lífstílsbreyting er betra orð. 

Á ketó-mataræði er lítið um kolvetni og borðar Berry engan sykur, meiri áhersla er lögð á holla fitu og prótín. Berry lýsir mataræðinu þannig að líkaminn neyðist til þess að brenna fitu. Hún segir mataræðið hafa hægt á öldrun sinni. Sjálf náði hún stjórn á sykursýki eitt á mataræðinu. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál