Svona losnar þú við flösuna

Baldur Rafn Gylfason.
Baldur Rafn Gylfason.

„Þegar við tölum um hárið á okkur við vin, vinkonu eða hárgreiðslumeistara er það auðvitað oftast tengt forminu, litnum eða einhverri spennandi breytingu. Auðvitað er það þannig, því það er spennandi og gaman að breyta til eða að fríska upp á sig. Það finnst öllum, sama hvað hver segir. Auðvitað skiptir útlit hársins fólk mismiklu máli, en flestir vilja þó almennt líta vel út,“ segir hárgreiðslumeistarinn Baldur Rafn Gylfason í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Það eru ansi margir hlutir sem við myndum vilja fá hjálp við að laga og finna lausnir á en við vitum oft ekki hvert á að leita eða hvernig á að snúa sér í svoleiðis málum. Flasa, feitur hársvörður, kláði, hárlos eða hár sem brotnar eru ansi algengir kvillar og flestir sem tengja við einhvern af þeim.

Hjá mér er það þannig að áður en ég fór að nota réttar vörur og gera hluti sem hentuðu mér og hársverðinum mínum, þá varð ég þurr í hársverðinum eiginlega áður en ég varð stressaður. Það var eins og hársvörðurinn eða húðin finndu á sér á undan mér að stress eða álag væri á leiðinni. Ég varð þurr og fékk þurra flösu við stress og álag. Þetta þekkja margir sem ég hef talað við. Það eru milljón ástæður sem virðast valda þessum leiðinlega kvilla. Hann fer ekki af sjálfsdáðum í flestum tilfellum, heldur verður bara meiri og meiri ef ekkert er gert. Það sama gildir þegar rangar meðferðið eða vörur sem eru notaðar. Góð og rétt ráðgjöf er algjört lykilatriði. 

Ég vil taka það fram svo enginn misskilningur sé, að ég er hárgreiðslumeistari að mennt en ekki læknir og það sem ég skrifa er byggt á minni reynslu úr hárbransanum. 

Hvað er flasa:

Flasa er dauðar húðflögur sem hrynja niður. Það er ekki bara pirrandi og óþolandi þegar fólk klæðist dökku að ofan, heldur getur flasa oft valdið kláða og pirringi. Það er að vissu leiti eðlilegt ferli húðarinnar við að endurnýja sig, en það er ekki talað um flösu þegar það ferli er innan vissra marka. 

Ástæðurnar fyrir flösu geta verið margar, eins og hröð myndun af húðfrumum, húðsveppur, stress, áföll, mataræði, skortur á fitusýrum, psoriasis eða exem. Þetta eru í raun bara nokkra ástæður en ég tel einnig að okkar þurra veðurfar og skjótar breytingar í veðráttu hafi mikil áhrif á þetta hjá fólki sem býr hérlendis. Þó allar hinar ástæðurnar og fleiri séu hugsanleg orsök og byrjun, þá vitum við ansi mörg að við verðum betri á sumrin og á ferðum okkar erlendis þar sem hiti og raki eru meiri. Það er nákvæmlega eins með húðina í mörgum tilfellum. 

Í dag eru flestir duglegir að nota krem og allskonar fínerí fyrir líkama og andlit. Fólki finnst sjálfsagt að bursta tennurnar kvölds og morgna og því ætti það að vera jafnsjálfsagt að hugsa um hársvörðinn daglega. Ekki vera að redda honum bara þegar eitthvað kemur upp á. 

Hvað getum við gert til að fá betri hársvörð?

Það eru til ýmis húsráð til að laga hársvörðinn. Til dæmsi að drekka vel af vatni, borða ávexti og grænmeti og taka fjölvítamín. Skortur á zinci og B vitamíni er ekki góður fyrir hársvörðinn  Ég sjálfur, eins og svo margir aðrir,  ætti hugsanlega að minnka stress og drekka meira vatn. Það sem kæmi sér líka vel fyrir mig væri að fara meira til útlanda þar sem hitinn og rakinn er meiri og stressið minna. Eins vel og það hljómar að vera bara alltaf í útlöndum þá er þurr hársvörður ekki nógu góð ástæða til að taka mér endalaust frí frá vinnu. 

Eftir að hafa haft fjölmarga viðskiptavini á hárgreiðslustofum mínum lærði ég nokkra hluti sem ég vildi að ég hefði lært fyrr. Stundum þegar kom að því að rukka fyrir þjónustuna kunni ég ekki við að selja þeim þær hárvörur sem ég vissi að myndu gera þeim gott af því reikningurinn var þegar orðinn hár. Ég sé núna að ég hefði ekki átt að hafa svona miklar áhyggjur af þessu því núna, mörgum árum eftir að ég hætti að klippa, rekst ég oft á gamla viðskiptavini sem segjast sakna þess að koma til mín, ekki bara til að koma í klippingu, heldur til að fá ráðleggingar um hvaða vörur þeir þurftu. Núna veit ég að þetta fólk þurfti ekki á því að halda að ég væri að hjálpa þeim að spara, heldur að velja fyrir það réttu hárvörurnar.

Það er bara þannig, að það er ekki eitthvað eitt sjampó eða vara sem gerir allt eða hentar öllum. Það er hugsanlega hægt að ljúga því að einhverjum, en mér líkar það ekki.

Það er margt sem ég er búinn að prófa og gera sjálfur og það sem ég skrifaði hér áður um heilbrigt mataræði er allt hið besta. Það er um að gera að reyna allt sem hægt er og passar hverjum og einum. Fyrir mig skiptir mjög miklu máli að nudda hársvörðinn vel og kröftuglega í baði eða sturtu, en það sem hefur gjörsamlega bjargað mér, og líklega hálfri þjóðinni, er vara frá Davines sem heitir Purifying Shampoo. Þessa vöru þekkja margir því það er selt meira af henni á Íslandi en mörgum af löndum með miljónum íbúa. 
Ítalirnir í Parma skilja ekki hversu mikið þeir senda til landsins, en þetta bara virkar. Purifying línan inniheldur áðurnefnt sjampó en síðan er líka hægt að fá gel. Þó þetta sé algjör töfralausn sem hefur bjargað mörgum er mikilvægt að hlusta á sinn fagmann um hvað sé best að nota fyrir hvern og einn. Ég vil oft lýsa þessu eins og pensillín kúr sem læknirinn skrifar upp. Við hlustum á lækninn og hlýðum því sem hann segir. Þetta er 6-8 vikna kúr þar sem þú notar sjampóið allavega 2 í viku og gelið ca 1 sinni í viku. Til að þetta virki hraðar fyrir mig þá nota ég á undan sjampó úr sömu línu sem heitir Detoxifying Shampoo og eins og nafnið gefur til kynna, hreinsar og undirbýr áður en hitt er svo notað.
Það er í góðu lagi að nota annað sjampó á milli eða þitt venjulega uppáhald. Það er þá það sem er að gera eitthvað fyrir hárið þitt á meðan hitt lagar hársvörðinn. Auðvitað vona ég að þú fattir að það er ekki í lagi að nota bara hvað sem er heldur eitthvað gott á móti eins og þinn hárgreiðslumeistari ráðleggur þér. 

Það eru margar vörur á markaðnum sem gera það sem þú heldur að þær geri og jafnvel taki flösuna, en ef þú svo mikið sem gleymir þér eða hættir að nota þær vörur, þá verður þú helmingi verri. Það viljum við ekki. Við viljum laga þennan kvilla og grípa svo inn í ef eitthvað fer að koma aftur en ekki að þetta verði ávanabindandi. 

Eins og með allt þurfum við að fá ráðgjöf og vita hvað við erum að nota í okkur. Þær vörur sem ég vitnaði í eru seldar á hárgreiðslustofum um allt land og margt annað í boði, en aðalmálið er: Ráðgjöf.

Takk fyrir að lesa en það er bara svo gaman þegar hægt er að vinna þessa helvítis flösu.

mbl.is

Henny byrjaði með yfirmanni sínum 1971

10:01 „Ég hef aldrei upplifað ást við fyrstu sýn. Það væri mjög ólíkt mér ef slíkt gerðist. En ég heillaðist af því hvað hann var vel gefinn, fróður og skemmtilegur og síðla árs 1973 var ég orðin mjög ástfangin.“ Meira »

8 vandamál í rúminu sem eru eðlileg

06:00 Stundar þú alltaf kynlíf í sömu stellingunum eða hugsar jafnvel um einhvern annan en maka þinn í rúminu? Oftast eru áhyggjur af vandamálum tengdum kynlífi óþarfar. Meira »

Vinsælasti tíminn til framhjáhalds

Í gær, 22:00 Ertu viss um að þú vitir hvar maki þinn er klukkan kortér í sjö á föstudagskvöldum? Hann gæti verið að halda fram hjá.   Meira »

Segir ketó virka til lengri tíma litið

Í gær, 18:25 Klámstjarnan Jenna Jameson tekur ekki mark á fólki sem gagnrýnir ketó-mataræðið. Hún er búin að vera á ketó í sjö mánuði og segist aldrei hafa liðið betur. Meira »

Stjarna Lof mér að falla flytur

Í gær, 15:12 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fór með eitt af aðalhlutverkið í Lof mér að falla, hefur sett sína fallegu 114 fm íbúð á sölu. Meira »

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

í gær Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

í gær Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

í gær Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

í fyrradag Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

í fyrradag Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

í fyrradag Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

í fyrradag Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

19.11. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

19.11. Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

18.11. Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18.11. Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

18.11. Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »