Taka rútu úr Reykjanesbæ til að vera með

Leikfimishópurinn gerir fleira en að hlaupa saman í Litahlaupinu. Hér …
Leikfimishópurinn gerir fleira en að hlaupa saman í Litahlaupinu. Hér eru þær saman á sólarströnd.

Æfingahópurinn Þitt form frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ hefur aldrei látið sig vanta í Litahlaupið og verður engin breyting á í ár. Einkaþjálfarinn Freyja Sigurðardóttir þjálfar hópinn en hún þykir einn besti þjálfari landsins og segir hún að það sé mikil hvatning í því að mæta í hlaupið. 

„Við erum duglega að gera alls konar skemmtilegt saman og Litahlaupið er fastur liður hjá okkur. Á hverju ári höfum við síðan einn tíma með Litahlaups-þema þar sem í boði hafa verið í vinning miðar í hlaupið fyrir þær sem mæta „all in“ í lituðum fötum á æfingu,“ segir Freyja. 

Á síðastliðnum fjórum árum hafa 60 til 120 manns úr hópnum komið saman í Litahlaupið í rútu frá Reykjanesbæ.

„Það gerir þetta svo miklu skemmtilegra að koma öll saman með rútu og byrja stemninguna þar, auk þess að þá sleppum við að keyra sjálfar Reykjanesbrautina og að finna stæði í bænum.“

Hópurinn er með skemmtanastjóra sem er dugleg að finna skemmtilega hluti fyrir litahlaupið og hafa þær til dæmis keypt sér alveg eins pils til að fara í hlaupið.

„Það kom vel út. Í hvert skipti sem við sáum pilsin „okkar“ þá voru mikil fagnaðarlæti og gefnar fimmur.“

Árið 2016 voru nokkrar úr hópnum staddar á grísku eyjunni Amorgos í æfingar og slökunarferð en pilsin voru tekin með.

„Þetta árið var ég með aðstoðarþjálfara í Keflavík sem fór með hópinn í hlaupið í Reykjavík og við sem vorum erlendis héldum upp á daginn og tókum æfingu í anda Litahlaupsins og endaði æfingin við sundlaugarbakkann með góðri skál.“

Nú þegar eru 70 manns í hópnum búnar að kaupa sér miða í Litahlaupið  og útlit fyrir að fleiri bætist við næstu daga. Þetta verður því klárlega fjölmennasti hópurinn í hlaupinu í ár sem fram fer í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 9. júní.

Það fer 70 manna hópur frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ í …
Það fer 70 manna hópur frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ í Litahlaupið í ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál