Hefur unnið hjá Hazelden Betty Ford í 16 ár

Eygló Bjarnadóttir er einn helsti sérfræðingur landsins í fíknsjúkdómum. Hún …
Eygló Bjarnadóttir er einn helsti sérfræðingur landsins í fíknsjúkdómum. Hún hefur starfað hjá Hazelden Betty Ford í 16 ár. Ljósmynd/Aðsend

Eygló Bjarnadóttir hefur starfað sem ráðgjafi hjá Hazelden Betty Ford í 16 ár. Á ráðstefnunni  iCAAD (internatinal conference addiction associated disorders) talar hún um mikilvægi þess að við nærum okkur sjálf til að finna jafnvægi í lífinu og lifað heilbrigðara lífi. Eygló er vinsæll fyrirlesari en hún er jafnframt fundastjóri á ráðstefnunni. 

Eygló er guðfræðingur og vígður prestur í ELCA / Evangelísk-lúthersku kirkjunni í Ameríku. Hjá Hazelden Betty Ford stofnuninni starfa sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, sálfræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar, geðlæknar og svo Eygló sem aðstoðar fólk við að tengjast æðri mætti sem er mikilvægur þáttur í meðferðarferlinu hjá Hazelden Betty Ford.

„Það verða gjarnan þáttaskil í átt að bata þegar fólk fer að trúa því að í veröldinni sé til eitthvað afl sem er æðra því sjálfu,“ segir Eygló og útskýrir nánar út á hvað starfið hennar gengur. 

„Andlegur leiðbeinandi (Spiritual Counselor) veitir andlega ráðgjöf, leiðir hópastarf, tekur einkaviðtöl, stýrir vinnustofum og heldur fyrirlestra svo eitthvað sé nefnt. Stór hluti af starfi mínu felur í sér að hlusta náið eftir sögu einstaklingsins og vinna einstaklingsmiðað með hverjum og einum. Til Hazelden Betty Ford kemur fólk víðsvegar að úr Bandaríkjunum og heiminum með margvíslegan menningar og trúarlegan bakgrunn.

Til að takast á við þann erfiða sjúkdóm sem fíkn er og ná tökum á lífi sínu gagnast vel að vinna með einstaklingum í að endurvekja daglegt líf byggt á andlegum gildum á borð við: heiðarleika, von, trú/trausti og ekki síst kærleika. Þeir þurfa að læra að biðja um hjálp og taka aftur ábyrgð á eigin lífi. Þessi andlega vinna byggist meðal annars á 12 sporum AA samtakanna og fer samhliða einkaviðtölum sem og fyrirlestrum. Einnig starfa þeir sem leita sér lausnar frá fíkn  í hópastarfi með öðrum sjúklingum,“ segir hún. 

Eygló segir stóran þátt í fíknmeðferð vera fræðsla um sjúkdóminn sem og möguleikana á bata. 

„Sjúklingarnir fá upplýsingar um hvernig sjúkdómurinn hefur áhrif á öll svið lífsins,  einnig hið andlega og hvernig líkamlegir, geðrænir, félagslegir og andlegir þættir samverka til bata.“

Persónulegur þroski er mikilvægt að efla jafnt og þétt í …
Persónulegur þroski er mikilvægt að efla jafnt og þétt í gegnum ævina. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þegar Eygló er spurð um ráðstefnuna sem verður í Gamla Bíó 9. júní segir hún að þetta sé fyrir þá sem hafa áhuga og vilja vita meira um fíknisjúkdóma.  

„Ráðstefnan er opin öllum sem láta sig fíknisjúkdóma varða. Hún er ætluð sérfræðingum á öllum sviðum innan heilbrigðisgeirans. Læknum, sálfræðingum, geðlæknum, áfengis- og fíkniráðgjöfum og hjúkrunarfólki svo einhverjir séu nefndir. Almenningur sem leitast við að lifa lífi í bata er einnig hjartanlega velkominn,“ segir hún.

Á ráðstefnunni verða sérfræðingar sem eru einstakir á sínu sviði. „Judy Crane höfundur „The Trauma Heart“ mun ræða áföll í lífi fólks og hvernig fólk með fíkn er oftar en ekki með áföll sem það á eftir að vinna úr. Síðan mun hún ræða mikilvægi þess að vinna úr áföllum í bata. Solla Eiríks mun ræða hlutverk matarræðis í bata og svo mun Dr. Gísli Kort Kristófersson tala um tengsl geðheilsu og bata. Miles Adcox, sem er virtur í Bandaríkjunum fyrir frábæra leiðtogaþjálfun, mun svo ræða persónulegan þroska sem allir geta tileinkað sér, til að styrkjast í lífi og starfi.“

Fíknsjúkdómar geta heimsótt hvern sem er. Það er til leið …
Fíknsjúkdómar geta heimsótt hvern sem er. Það er til leið í bata og hún byggir á andlegu lífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Samvinna og samtal

Eygló segir Hazelden Betty Ford vera leiðandi í framþróun fíknimeðferðar í heiminum. „Við notumst við vísindaleg, gagnreynd vinnubrögð ásamt því að leggja til grundvallar 12 spor AA samtakanna.“

Eygló segir að aðgengi að fíknimeðferð ásamt markvissri eftirfylgd ráði úrslitum fyrir þá sem þjást af fíknisjúkdómum. „Eins er mikilvægt að hlúa að fjölskyldum sem að baki standa. Þetta er verkefni sem krefst, samvinnu og samtals okkar allra. Bati til langframa er mögulegur og ég vona að samtalið sem við eigum á iCAAD ráðstefnunni styrki okkur í þeim sannleika.“

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á heimasíðu iCAAD sem og á Facebook.

Þegar einn fjölskyldumeðlimur verður veikur að fíknsjúkdómi, er mikilvægt að …
Þegar einn fjölskyldumeðlimur verður veikur að fíknsjúkdómi, er mikilvægt að hlúa að fjölskyldunni sem að baki hans stendur. Ljósmynd/Thinkstockphotos


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál