Neikvæð áhrif jóga og hugleiðslu

mbl.is/Pexels

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að jóga og hugleiðsla geti haft neikvæð áhrif á sjálfsálit fólks. Fólk telur sig vera merkilegri eftir að hafa stundað jóga og hugleiðslu. 

Jóga og hugleiðsla hafa almennt verið talin hafa jákvæð áhrif á sjálfsálit og eigingirni fólks, en þessar niðurstöður gefa annað til kynna. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að jóga og hugleiðsla bæti andlega heilsu fólks með því að létta á stressi, kvíða og þunglyndi. 

Jóga og hugleiðsla eiga rætur sínar að rekja Indlands til forna og hafa oft verið tengd búddisma og hindúisma. Fyrstu heimildir um að fólk hafi stundað jóga eru frá fimmtu og sjöttu öld fyrir Krist. Jóga og hugleiðsla hafa því verið stundum frá örófi alda í Asíu og á Indlandi. Það barst hinsvegar ekki inn í vestræna menningu fyrr en síðla á 19. öldinni. Jóga er vinsælt æfingakerfi á vesturlöndum en í Indlandi og víða í Asíu snýst það meira um andlegu hliðina. 

mbl.is/Pexels

Rannsóknin var á vegum Háskólans Í Southampton þar sem 93 einstaklingar tóku þátt og var rannsóknartíminn 15 vikur. Að 15 vikum loknum svöruðu þátttakendur spurningalista sem innihélt fullyrðingar eins og „ég mun verða þekkt/ur fyrir góðverk mín“ og „ég er með gott sjálfsálit.“ 

Seinni hluti rannsóknarinnar fólst í greiningu á 162 einstaklingum sem höfðu lýst yfir áhuga sínum á jóga og hugleiðslu á Facebook. 

Rannsakendurnir drógu þær ályktanir að jóga eins og það er stundað í vestrænum löndum geti haft neikvæð áhrif á einstaklinginn, gert hann sjálfhverfari og eigingjarnari. Í jóga er athyglinni beint að einstaklingnum og hvernig hann getur unnið úr sínum lausnum og bætt sig. Það er því líklegra að þeir sem nálgist jóga á einstaklingsmiðaðan hátt verði enn sjálfhverfari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál