Sex einkenni kalíumskorts

Bananar eru ríkir af kalíumi.
Bananar eru ríkir af kalíumi. mbl.is/Pexels

Kalíum er eitt mikilvægasta steinefnið sem mannslíkaminn þarf til að starfa eðlilega. Margir þjást þó af kalíumskorti en samkvæmt Embætti landlæknis er mælt með því að fullorðnir einstaklingar innbyrði um 3,1-3,5 grömm af kalíumi á dag. Kalíum starfar með öðrum steinefnum eins og magnesíumi, kalki og natríum og því er ráðlagt að taka þau saman.

Embætti landlæknis mælir með því að fólk leitist við að fá öll þessi steinefni í gegnum fjölbreytta fæðu. Einnig er hægt að taka inn fæðubótarefni telji einstaklingur sig ekki vera að fá nóg næringarefni úr fæðunni. Sum fæða er rík af kalíum eins og til dæmis sætar kartöflur, kartöflur, bananar, spínat, mjólk og gulrótarsafi. Ef þú upplifir þessi einkenni er ekki ólíklegt að þú þjáist af kalíumskorti. 

Þreyta

Þreyta er eitt einkenni kalíumskorts, ef þú finnur fyrir óútskýrðri þreytu dagsdaglega gæti kalíumskortur verði útskýringin.

Krampar og sinadráttur

Ef þú færð oft krampa og sinadrátt getur útskýringin verið kalíumskortur.

Hægðatregða

Kalíumskortur hægir á virkni líkamans og þar með talið meltingunni. Þegar meltingin starfar ekki á eðlilegum hraða getur hægðatregða gert vart við sig.

Hjartsláttartruflanir

Kalíum hefur mikil áhrif á virkni hjartans og hafa rannsóknir meðal annars bent til þess að eðlileg neysla kalíums geti komið í veg fyrir að æðir harðni. Alvarlegur kalíumskortur getur því leitt til hjartsláttatruflana.

Doði
Eitt af hlutverkum kalíums er að halda taugafrumum heilbrigðum. Ef þú finnur fyrir doða getur verið að þú þjáist af kalíumskorti.

Andleg þreyta

Rannsóknir hafa sýnt að kalíumskortur getur haft margvísleg áhrif á andlega heilsu. Meðal annar andlega þreytu, heilaþoku og alvarlegri einkenni eins og þunglyndi og ofskynjanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál