„Svo feit og fín og ert að ráðleggja öðrum“

Lukka Pálsdóttir.
Lukka Pálsdóttir.

Lukka Pálsdóttir er í frábæru formi þessa dagana. Hún er eigandi og stofnandi Happs sem býður upp á heilbrigðan og góðan mat. Hún segir að inni í sér hafi alltaf brunnið einhver eldur; löngunin til að hreyfa við fólki og vekja það af blundi vanans og meðvirkninnar. Sjálf fékk hún blauta tusku í andlitið fyrir nokkrum árum frá vini sem vakti hana. 

„Við eigum það til að taka einhverju sem sannindum bara af því að það hefur alltaf verið þannig. Þá festumst við í viðjum vanans og verðum samdauna einhverju ástandi. En hlutirnir þurfa ekki endilega að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Stundum þarf að hrista upp í hlutunum og hugsa þá upp á nýtt. Ég hef oft synt aðeins á móti straumnum og þegar ég var að læra sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands þótti mér líffærafræðin og lífeðlisfræðin stórkostlega spennandi. Það vakti hins vegar furðu mína hve mikil áhersla var lögð á að læra um allt sem færi úrskeiðis en svo lítið um hvað heldur okkur heilbrigðum og hvernig við getum haldið þessari grunneiningu okkar, frumunni, heilbrigðri. Ég nýtti því háskólaárin í eins konar hliðarnám og hef haldið áfram að stúdera það allar götur síðan hvað það er sem stuðlar að heilbrigði, langlífi og lífsgæðum,“ segir Lukka.

Hún segist orðin sannfærð um að einn af stóru lyklunum að heilbrigði sé næringin.

„Þú ert að miklu leyti það sem þú borðar. Ég hef rekið veitingastaðinn Happ í tíu ár en lít í raun á vinnu mína þar sem starf innan heilbrigðisgeirans.“

Eins og blaut tuska í andlitið

Hvað hefur þú gert til að komast í frábært form?

„Fyrirtækjarekstur er ekki alltaf auðveldur á litlum markaði eins og Íslandi og eftir nokkur ár í eigin rekstri hafði ég fórnað eigin heilsu á sama tíma og ég var að ráðleggja öðrum um heilbrigði. Ég var eins og píparinn sem er með allt í leka heima hjá sér!

Það var svo einn góðan sumardag í fimmtugsafmæli vinar míns sem einn félagi henti blautri tusku í andlitið á mér og sagði hreint út við mig: „Hér stendurðu svo feit og fín og ert að ráðleggja öðrum um heilsu!“

Orðin bakveik og langþreytt

Ekki það að kílóin skipti öllu máli en ég vissi sem var að ég var orðin bakveik, langþreytt og bar ýmis merki langvinnrar streitu. Öll erum við á einhverri leið, það er ekki til alger stöðnun og ég hafði lengi sagt fólki í fyrirlestrum mínum að það þyrfti að taka ákvörðun um í hvora áttina heilsa þess væri að þróast; til betri eða verri vegar. Ég ákvað því þarna að snúa minni heilsu við og byrjaði á að fara í jóga í Sólum. Þar fann ég eitthvað sem hafði töluverð áhrif á mig – bæði líkamlega og andlega – og kom mér aftur í hreyfigírinn sem ég var farin að sakna svo mikið.“

Hefurðu breytt einhverju tengdu mataræði?

„Það þarf meira en hreyfingu til að öðlast bætta heilsu og ég hef breytt mataræði mínu töluvert í gegnum tíðina. Mér finnst gaman að prófa ýmsar stefnur og strauma á eigin skinni og hef því tekið tarnir í hráfæði, föstum, grænmetisfæði, lágkolvetnafæði og ýmsu fleiru. Með tímanum hefur mér lærst að einfalda hlutina og núna er mataræði mitt afar einfalt. Uppistaðan í því sem ég set inn fyrir mínar varir er plöntur og dýr; þ.e. fiskur, kjöt og grænmeti. Við þetta bæti ég svo ávöxtum, hnetum og hreinum mjólkurvörum.“

Hálfur Járnkarl heillar

Lukka tók þátt í Járnkarlinum og leiðréttir blaðamann, sem spyr hvort hún hafi tekið þátt í Járnkonunni nýlega.

„Þessi keppni er víst kölluð „Ironman“ og allir fá þá nafnbót, sama af hvaða kyni þeir eru. Mér er fullkomlega sama og hef enga þörf fyrir að breyta heitinu eða skilgreiningunni. Er frekar stolt af því að taka þátt í einhverju sem kannski upphaflega var bara fyrir karla. Nú keppa konur jafnt og karlar í ýmsum erfiðum þrautum og við erum ekkert síðri en þeir. Ég fór síðastliðið vor til Calella, nálægt Barcelona á Spáni, og tók þar þátt í hálfum Járnkarli, sem samanstendur af 1.900 m sjósundi, 90 km götuhjólreiðum og 21 km hlaupi. Ég kláraði þrautina á 7 klst og 48 mín. sem þykir frekar slakur tími en þetta var sigur fyrir mig. Hálfu ári áður hafði ég ekki ráðið við að hlaupa 10 km svo ég var sátt. Í raun ekki bara sátt heldur féll ég fyrir þríþrautinni og er á leiðinni í hálfan Járnkarl aftur í desember í Kaliforníu.“

Hvernig hafði mataræðið áhrif á þessa kepni?

„Til að ná árangri í þríþrautinni langaði mig til að þjálfa upp fitubruna líkamans. Ég skar því niður kolvetni og jók hlutfall fitu í fæðunni í nokkra mánuði. Fyrst um sinn leið mér verr á löngum æfingum og ég hafði minni kraft en svo jókst hann jafnt og þétt eftir því sem vikurnar liðu og mér finnst ég hafa fundið mína leið í þessu. Mataræði sem ýtir undir fitubruna líkamans hentar mér vel og það besta við það er að það hefur heilbrigð áhrif á líkamann. Þannig er ég, um leið og ég næ að bæta árangur í íþróttum, að stuðla að bættri heilsu, koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma og lengja lífið!“

Góð heilsa ekki útlit eða hégómi

Hvað skiptir að þínu mati mestu máli þegar heilsan er annars vegar?

„Góð heilsa snýst ekki um útlit eða hégóma. Ekki heldur um að vera góður í íþróttum eða vinna einhvern annan í keppni. Góð heilsa snýst um lífsgæði. Það að geta sinnt vinnu, frístundum og fjölskyldu og notið lífsins með fólkinu sínu. Að vera verkjalaus og orkuríkur.

Meðal-Íslendingur verður um 86 ára en býr síðustu 14 æviárin við skerta heilsu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við höfum svo mikið um það að segja hvernig heilsan er. Ætli ég sé ekki að reyna að segja að heilsa okkar sé að mestu leyti á okkar ábyrgð. Hún er samlegðaráhrif allra þeirra ákvarðana sem við tökum á hverjum degi. Hvað var í matinn? Fórstu á æfingu? Knúsaðirðu náungann?“

Hvað hefur lífið kennt þér?

„Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er líka svo spennandi og gaman að vera opinn fyrir nýjum lexíum. Kannski er það mikilvægasti lærdómurinn: Að læra að meta það að við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Það þarf stundum hugrekki til að geta skipt um skoðun. Ég held að framfarir gætu orðið hraðari hjá okkur ef við næðum þessari lexíu betur. Hugrekkinu til að rembast ekki áfram við að færa rök fyrir því sem við áður trúðum heldur taka framförum og breytingum fagnandi.“

Manneskjan vex við mótstöðu

Mælirðu með jöfnun breytingum eða hröðum?

„Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Ég er týpan sem þarf stundum að henda mér í djúpu laugina og gera stóra breytingu á skömmum tíma. Þarf að ögra sjálfri mér og fá tilbreytingu og áskorun í lífið. Svo nær maður nýju jafnvægi og þannig verður breytingin varanleg en kannski aðeins mildari en hún var í upphafi.“

Hvort velurðu þægindi eða hugrekki í lífinu og af hverju?

„Hugrekki og áskoranir eru mér drifkraftur. Mér finnst gott að ýta mér út fyrir þægindarammann og vaxa. Maður getur alltaf aðeins meira en maður heldur og hamingjan býr handan við hræðsluna.

Þægindi eru auðvitað ágæt inn á milli og nauðsynlegt að geta slakað á og notið en mér fer að leiðast ef það er ekki einhver áskorun á sjóndeildarhringnum, hvort sem hún tengist hreyfingu eða einhverri annarri áskorun í lífinu. Stundum kem ég mér í aðstæður þar sem ég hugsa „af hverju ertu eiginlega að þessu?“ en þegar ég kemst í gegnum verkefnið er það alltaf þess virði. Þá skilur maður að það eru ekki bara vöðvar sem vaxa við mótstöðu, heldur líka manneskjan sjálf.“

Lukka segir að lokum að gleði og kærleikur sé það mikilvægasta af öllu.

„Við höfum öll val og hamingja er ákvörðun. Lífið færir okkur mismunandi verkefni en við höfum alltaf val um viðhorf. Við ættum að vanda okkur og velja að tala fallega við okkur sjálf og aðra.“

„Fatnaður er strigi innra ástands“

05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

Í gær, 23:00 „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

Í gær, 19:00 Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

Í gær, 14:29 Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

Í gær, 12:38 Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

Í gær, 10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í gær Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

í fyrradag Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

í fyrradag Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

í fyrradag Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

í fyrradag Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

í fyrradag Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í fyrradag Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í fyrradag Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »