„Svo feit og fín og ert að ráðleggja öðrum“

Lukka Pálsdóttir.
Lukka Pálsdóttir.

Lukka Pálsdóttir er í frábæru formi þessa dagana. Hún er eigandi og stofnandi Happs sem býður upp á heilbrigðan og góðan mat. Hún segir að inni í sér hafi alltaf brunnið einhver eldur; löngunin til að hreyfa við fólki og vekja það af blundi vanans og meðvirkninnar. Sjálf fékk hún blauta tusku í andlitið fyrir nokkrum árum frá vini sem vakti hana. 

„Við eigum það til að taka einhverju sem sannindum bara af því að það hefur alltaf verið þannig. Þá festumst við í viðjum vanans og verðum samdauna einhverju ástandi. En hlutirnir þurfa ekki endilega að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Stundum þarf að hrista upp í hlutunum og hugsa þá upp á nýtt. Ég hef oft synt aðeins á móti straumnum og þegar ég var að læra sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands þótti mér líffærafræðin og lífeðlisfræðin stórkostlega spennandi. Það vakti hins vegar furðu mína hve mikil áhersla var lögð á að læra um allt sem færi úrskeiðis en svo lítið um hvað heldur okkur heilbrigðum og hvernig við getum haldið þessari grunneiningu okkar, frumunni, heilbrigðri. Ég nýtti því háskólaárin í eins konar hliðarnám og hef haldið áfram að stúdera það allar götur síðan hvað það er sem stuðlar að heilbrigði, langlífi og lífsgæðum,“ segir Lukka.

Hún segist orðin sannfærð um að einn af stóru lyklunum að heilbrigði sé næringin.

„Þú ert að miklu leyti það sem þú borðar. Ég hef rekið veitingastaðinn Happ í tíu ár en lít í raun á vinnu mína þar sem starf innan heilbrigðisgeirans.“

Eins og blaut tuska í andlitið

Hvað hefur þú gert til að komast í frábært form?

„Fyrirtækjarekstur er ekki alltaf auðveldur á litlum markaði eins og Íslandi og eftir nokkur ár í eigin rekstri hafði ég fórnað eigin heilsu á sama tíma og ég var að ráðleggja öðrum um heilbrigði. Ég var eins og píparinn sem er með allt í leka heima hjá sér!

Það var svo einn góðan sumardag í fimmtugsafmæli vinar míns sem einn félagi henti blautri tusku í andlitið á mér og sagði hreint út við mig: „Hér stendurðu svo feit og fín og ert að ráðleggja öðrum um heilsu!“

Orðin bakveik og langþreytt

Ekki það að kílóin skipti öllu máli en ég vissi sem var að ég var orðin bakveik, langþreytt og bar ýmis merki langvinnrar streitu. Öll erum við á einhverri leið, það er ekki til alger stöðnun og ég hafði lengi sagt fólki í fyrirlestrum mínum að það þyrfti að taka ákvörðun um í hvora áttina heilsa þess væri að þróast; til betri eða verri vegar. Ég ákvað því þarna að snúa minni heilsu við og byrjaði á að fara í jóga í Sólum. Þar fann ég eitthvað sem hafði töluverð áhrif á mig – bæði líkamlega og andlega – og kom mér aftur í hreyfigírinn sem ég var farin að sakna svo mikið.“

Hefurðu breytt einhverju tengdu mataræði?

„Það þarf meira en hreyfingu til að öðlast bætta heilsu og ég hef breytt mataræði mínu töluvert í gegnum tíðina. Mér finnst gaman að prófa ýmsar stefnur og strauma á eigin skinni og hef því tekið tarnir í hráfæði, föstum, grænmetisfæði, lágkolvetnafæði og ýmsu fleiru. Með tímanum hefur mér lærst að einfalda hlutina og núna er mataræði mitt afar einfalt. Uppistaðan í því sem ég set inn fyrir mínar varir er plöntur og dýr; þ.e. fiskur, kjöt og grænmeti. Við þetta bæti ég svo ávöxtum, hnetum og hreinum mjólkurvörum.“

Hálfur Járnkarl heillar

Lukka tók þátt í Járnkarlinum og leiðréttir blaðamann, sem spyr hvort hún hafi tekið þátt í Járnkonunni nýlega.

„Þessi keppni er víst kölluð „Ironman“ og allir fá þá nafnbót, sama af hvaða kyni þeir eru. Mér er fullkomlega sama og hef enga þörf fyrir að breyta heitinu eða skilgreiningunni. Er frekar stolt af því að taka þátt í einhverju sem kannski upphaflega var bara fyrir karla. Nú keppa konur jafnt og karlar í ýmsum erfiðum þrautum og við erum ekkert síðri en þeir. Ég fór síðastliðið vor til Calella, nálægt Barcelona á Spáni, og tók þar þátt í hálfum Járnkarli, sem samanstendur af 1.900 m sjósundi, 90 km götuhjólreiðum og 21 km hlaupi. Ég kláraði þrautina á 7 klst og 48 mín. sem þykir frekar slakur tími en þetta var sigur fyrir mig. Hálfu ári áður hafði ég ekki ráðið við að hlaupa 10 km svo ég var sátt. Í raun ekki bara sátt heldur féll ég fyrir þríþrautinni og er á leiðinni í hálfan Járnkarl aftur í desember í Kaliforníu.“

Hvernig hafði mataræðið áhrif á þessa kepni?

„Til að ná árangri í þríþrautinni langaði mig til að þjálfa upp fitubruna líkamans. Ég skar því niður kolvetni og jók hlutfall fitu í fæðunni í nokkra mánuði. Fyrst um sinn leið mér verr á löngum æfingum og ég hafði minni kraft en svo jókst hann jafnt og þétt eftir því sem vikurnar liðu og mér finnst ég hafa fundið mína leið í þessu. Mataræði sem ýtir undir fitubruna líkamans hentar mér vel og það besta við það er að það hefur heilbrigð áhrif á líkamann. Þannig er ég, um leið og ég næ að bæta árangur í íþróttum, að stuðla að bættri heilsu, koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma og lengja lífið!“

Góð heilsa ekki útlit eða hégómi

Hvað skiptir að þínu mati mestu máli þegar heilsan er annars vegar?

„Góð heilsa snýst ekki um útlit eða hégóma. Ekki heldur um að vera góður í íþróttum eða vinna einhvern annan í keppni. Góð heilsa snýst um lífsgæði. Það að geta sinnt vinnu, frístundum og fjölskyldu og notið lífsins með fólkinu sínu. Að vera verkjalaus og orkuríkur.

Meðal-Íslendingur verður um 86 ára en býr síðustu 14 æviárin við skerta heilsu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við höfum svo mikið um það að segja hvernig heilsan er. Ætli ég sé ekki að reyna að segja að heilsa okkar sé að mestu leyti á okkar ábyrgð. Hún er samlegðaráhrif allra þeirra ákvarðana sem við tökum á hverjum degi. Hvað var í matinn? Fórstu á æfingu? Knúsaðirðu náungann?“

Hvað hefur lífið kennt þér?

„Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er líka svo spennandi og gaman að vera opinn fyrir nýjum lexíum. Kannski er það mikilvægasti lærdómurinn: Að læra að meta það að við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Það þarf stundum hugrekki til að geta skipt um skoðun. Ég held að framfarir gætu orðið hraðari hjá okkur ef við næðum þessari lexíu betur. Hugrekkinu til að rembast ekki áfram við að færa rök fyrir því sem við áður trúðum heldur taka framförum og breytingum fagnandi.“

Manneskjan vex við mótstöðu

Mælirðu með jöfnun breytingum eða hröðum?

„Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Ég er týpan sem þarf stundum að henda mér í djúpu laugina og gera stóra breytingu á skömmum tíma. Þarf að ögra sjálfri mér og fá tilbreytingu og áskorun í lífið. Svo nær maður nýju jafnvægi og þannig verður breytingin varanleg en kannski aðeins mildari en hún var í upphafi.“

Hvort velurðu þægindi eða hugrekki í lífinu og af hverju?

„Hugrekki og áskoranir eru mér drifkraftur. Mér finnst gott að ýta mér út fyrir þægindarammann og vaxa. Maður getur alltaf aðeins meira en maður heldur og hamingjan býr handan við hræðsluna.

Þægindi eru auðvitað ágæt inn á milli og nauðsynlegt að geta slakað á og notið en mér fer að leiðast ef það er ekki einhver áskorun á sjóndeildarhringnum, hvort sem hún tengist hreyfingu eða einhverri annarri áskorun í lífinu. Stundum kem ég mér í aðstæður þar sem ég hugsa „af hverju ertu eiginlega að þessu?“ en þegar ég kemst í gegnum verkefnið er það alltaf þess virði. Þá skilur maður að það eru ekki bara vöðvar sem vaxa við mótstöðu, heldur líka manneskjan sjálf.“

Lukka segir að lokum að gleði og kærleikur sé það mikilvægasta af öllu.

„Við höfum öll val og hamingja er ákvörðun. Lífið færir okkur mismunandi verkefni en við höfum alltaf val um viðhorf. Við ættum að vanda okkur og velja að tala fallega við okkur sjálf og aðra.“

Græjan sem reddar á þér hárinu

17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í gær Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í gær Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í gær Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í gær Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »