Allt sem þú vissir ekki um píkuna

Píkan og allt kerfið þarna niðri er magnað fyrirbæri.
Píkan og allt kerfið þarna niðri er magnað fyrirbæri. mbl.is/Getty images

Margir eru einskis fróðari eftir hefðbundna kynfræðslu í skólum og fara í gegnum lífið án þess að vita að hið eiginlega meyjarhaft er ekki til, að konur þurfa ekki að fara á blæðingar eða að bara um helmingur kvenna blæðir eftir fyrsta skiptið. Í Bókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt eftir norsku læknanemana Ellen Støkken Dahl og Nina Brochmann er farið yfir allt þetta og ótrúlega margt fleira á mannamáli.

Bókin Gleðin að neðan var að koma út hjá Forlaginu.
Bókin Gleðin að neðan var að koma út hjá Forlaginu.

Bókin er frábær fyrir konur sem vita ekkert sem og þær sem þykjast vita allt. Hún er líka afar gagnleg lesning fyrir karlmenn, að minnsta kosti þá sem hafa einhvern áhuga á konum. Hér eru nokkrar áhugaverðar upplýsingar úr bókinni.

Æfingabúðir eggja

Konur fæðast með 300.000 egg í líkamanum. Fram að kynþroskaskeiðinu æfa þessar eggfrumur sig fyrir framtíðarstarfið, þær þroskast en deyja svo því eggin fá ekki boð um neitt annað. Þegar kynþroskaskeiðið byrjar, og eftir þessar æfingasleppingar, búa konur yfir 180.000 útvöldum eggjum. 25 ára gamlar eiga konur 65.000 egg. En hvað gerist þarna á milli? Af hverju förum við úr 180.000 eggjum og niður í 25.000 á fáum árum?

Það er staðreynd að konur nota ekki bara eitt egg í mánuði, heldur geta þær notað allt að þúsund egg í einu. Eggin eru þá ekki eins ólík sæði karlmanna og af er látið. Eins og sáðfrumurnar, keppa eggfrumur innbyrðis af mikilli hörku um réttinn til að reyna að búa til barn. Í hverjum mánuði byrja þúsund egg að þroskast en aðeins útvalið egg kemst í gegnum öryggiseftirlitið og fær að losna úr eggjastokknum. Hinum er grimmilega hafnað og eytt. 

Meyjarhaft er rangnefni. Skeiðarkrans er réttnefni!

Meyjarhaft er ekki „haft“, leggöngin eru ekki lokuð. Rétt innan við legggangaopið má finna hringlaga slímhúðarfellingu sem liggur eins og krans upp við legggangaveginn. Skeiðarkransinn getur verið þykkur eða þunnur, hringlaga, eða jafnvel eins og danskt ö í laginu, Ø. Það er þessi krans sem hefur verið kallaður meyjarhaft. Allar konur fæðast með skeiðarkrans en þurfa ekki endilega á honum að halda (ekki frekar en karlmenn þurfa á geirvörtum að halda). Það getur blætt úr skeiðarkransinum við fyrstu samfarir, en rannsóknir sýna að það gerist alls ekki alltaf. Tvær ólíkar rannsóknir sýna að það blæðir hjá 56% kvenna annars vegar og hjá 40% kvenna hins vegar. 

Ekki ónáttúrulegt að sleppa túr

Að sleppa því að fara á túr með hjálp getnaðarvarna er ekkert ónáttúrlegra heldur en að eignast nokkur aukabörn. Í sjálfu sér eru það ekki tíðablæðingarnar sjálfar sem hafa líffræðilegan tilgang eða eru gagnlegar fyrir konuna heldur er blæðingin fylgifiskur ósjálfráðar slímhúðarmyndunar í hverjum mánuði. Slímhúðinni þurfum við aðeins á að halda ef til getnaðar kemur. Ef enginn verður getnaðurinn, förum við á blæðingar. Ef við sleppum hins vegar þessari slímhúðarmyndun (með hjálp getnaðarvarna) er engin ástæða til mánaðarlegs blóðmissis og við fáum frí! Tíðablæðingar eru hvorki hollar né nauðsynlegar, og í gamla daga, fyrir daga getnaðar varna fóru konur miklu sjaldnar á blæðingar en nú. Þá voru þær ýmist óléttar eða með barn á brjósti (sem kom líka í veg fyrir blæðingar). Frumkonan fór kannski 100 sinnum á túr um ævina á meðan nútímakonan fer í gegnum 500 tíðahringi.

Eggið lætur bíða eftir sér

Hefurðu heyrt um kapphlaup sáðfrumanna? Sú hraustasta og hraðsyndasta nær að frjóvga eggið sem bíður aðgerðalaust þess sem verða vill. Eða hvað? Er þetta ekki algjörvitleysa? Í fyrsta lagi: Eggið bíður ekki í rólegheitum. Eggið hangir ekki óstyrkt við barinn og bíður eftir sáðfrumunum. Eggið er díva og eins og flestar dívur mætir það yfirleitt hæfilega seint í partíi. Það eru ekki sáðfrumurnar sem synda að egginu heldur kemur eggið vaggandi að sáðfrumunum sem bíða. Oft hafa þær beðið dögum saman

Örva heilann ekki kynfærin

Kynlöngun kvenna á upptök sín fyrst og fremst í höfðinu, en ekki í kynfærunum sjálfum. Til þess að vekja upp kynlöngun meðal kvenna þarf að örva í þeim heilann, en ekki kynfærin. Þetta áhugaverða rannsóknarefni má lesa um í kaflanum um kynlíf í bókinni Gleðin að neðan.

mbl.is

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

05:25 „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

Í gær, 22:43 Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

Í gær, 19:00 Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í gær „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

í gær Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í gær Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

í gær Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

í fyrradag „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

í fyrradag Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »