Allt sem þú vissir ekki um píkuna

Píkan og allt kerfið þarna niðri er magnað fyrirbæri.
Píkan og allt kerfið þarna niðri er magnað fyrirbæri. mbl.is/Getty images

Margir eru einskis fróðari eftir hefðbundna kynfræðslu í skólum og fara í gegnum lífið án þess að vita að hið eiginlega meyjarhaft er ekki til, að konur þurfa ekki að fara á blæðingar eða að bara um helmingur kvenna blæðir eftir fyrsta skiptið. Í Bókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt eftir norsku læknanemana Ellen Støkken Dahl og Nina Brochmann er farið yfir allt þetta og ótrúlega margt fleira á mannamáli.

Bókin Gleðin að neðan var að koma út hjá Forlaginu.
Bókin Gleðin að neðan var að koma út hjá Forlaginu.

Bókin er frábær fyrir konur sem vita ekkert sem og þær sem þykjast vita allt. Hún er líka afar gagnleg lesning fyrir karlmenn, að minnsta kosti þá sem hafa einhvern áhuga á konum. Hér eru nokkrar áhugaverðar upplýsingar úr bókinni.

Æfingabúðir eggja

Konur fæðast með 300.000 egg í líkamanum. Fram að kynþroskaskeiðinu æfa þessar eggfrumur sig fyrir framtíðarstarfið, þær þroskast en deyja svo því eggin fá ekki boð um neitt annað. Þegar kynþroskaskeiðið byrjar, og eftir þessar æfingasleppingar, búa konur yfir 180.000 útvöldum eggjum. 25 ára gamlar eiga konur 65.000 egg. En hvað gerist þarna á milli? Af hverju förum við úr 180.000 eggjum og niður í 25.000 á fáum árum?

Það er staðreynd að konur nota ekki bara eitt egg í mánuði, heldur geta þær notað allt að þúsund egg í einu. Eggin eru þá ekki eins ólík sæði karlmanna og af er látið. Eins og sáðfrumurnar, keppa eggfrumur innbyrðis af mikilli hörku um réttinn til að reyna að búa til barn. Í hverjum mánuði byrja þúsund egg að þroskast en aðeins útvalið egg kemst í gegnum öryggiseftirlitið og fær að losna úr eggjastokknum. Hinum er grimmilega hafnað og eytt. 

Meyjarhaft er rangnefni. Skeiðarkrans er réttnefni!

Meyjarhaft er ekki „haft“, leggöngin eru ekki lokuð. Rétt innan við legggangaopið má finna hringlaga slímhúðarfellingu sem liggur eins og krans upp við legggangaveginn. Skeiðarkransinn getur verið þykkur eða þunnur, hringlaga, eða jafnvel eins og danskt ö í laginu, Ø. Það er þessi krans sem hefur verið kallaður meyjarhaft. Allar konur fæðast með skeiðarkrans en þurfa ekki endilega á honum að halda (ekki frekar en karlmenn þurfa á geirvörtum að halda). Það getur blætt úr skeiðarkransinum við fyrstu samfarir, en rannsóknir sýna að það gerist alls ekki alltaf. Tvær ólíkar rannsóknir sýna að það blæðir hjá 56% kvenna annars vegar og hjá 40% kvenna hins vegar. 

Ekki ónáttúrulegt að sleppa túr

Að sleppa því að fara á túr með hjálp getnaðarvarna er ekkert ónáttúrlegra heldur en að eignast nokkur aukabörn. Í sjálfu sér eru það ekki tíðablæðingarnar sjálfar sem hafa líffræðilegan tilgang eða eru gagnlegar fyrir konuna heldur er blæðingin fylgifiskur ósjálfráðar slímhúðarmyndunar í hverjum mánuði. Slímhúðinni þurfum við aðeins á að halda ef til getnaðar kemur. Ef enginn verður getnaðurinn, förum við á blæðingar. Ef við sleppum hins vegar þessari slímhúðarmyndun (með hjálp getnaðarvarna) er engin ástæða til mánaðarlegs blóðmissis og við fáum frí! Tíðablæðingar eru hvorki hollar né nauðsynlegar, og í gamla daga, fyrir daga getnaðar varna fóru konur miklu sjaldnar á blæðingar en nú. Þá voru þær ýmist óléttar eða með barn á brjósti (sem kom líka í veg fyrir blæðingar). Frumkonan fór kannski 100 sinnum á túr um ævina á meðan nútímakonan fer í gegnum 500 tíðahringi.

Eggið lætur bíða eftir sér

Hefurðu heyrt um kapphlaup sáðfrumanna? Sú hraustasta og hraðsyndasta nær að frjóvga eggið sem bíður aðgerðalaust þess sem verða vill. Eða hvað? Er þetta ekki algjörvitleysa? Í fyrsta lagi: Eggið bíður ekki í rólegheitum. Eggið hangir ekki óstyrkt við barinn og bíður eftir sáðfrumunum. Eggið er díva og eins og flestar dívur mætir það yfirleitt hæfilega seint í partíi. Það eru ekki sáðfrumurnar sem synda að egginu heldur kemur eggið vaggandi að sáðfrumunum sem bíða. Oft hafa þær beðið dögum saman

Örva heilann ekki kynfærin

Kynlöngun kvenna á upptök sín fyrst og fremst í höfðinu, en ekki í kynfærunum sjálfum. Til þess að vekja upp kynlöngun meðal kvenna þarf að örva í þeim heilann, en ekki kynfærin. Þetta áhugaverða rannsóknarefni má lesa um í kaflanum um kynlíf í bókinni Gleðin að neðan.

mbl.is

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

18:00 Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

15:00 Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

12:00 Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

09:00 Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

06:00 „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

00:30 Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

Í gær, 21:00 Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

Í gær, 18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

í gær Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

í gær Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

í gær Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

í gær Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

í fyrradag Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

í fyrradag Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

17.10. Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

17.10. Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

17.10. Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

17.10. Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

16.10. Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

16.10. Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »