Fimm mistök þegar fastað er

Það borgar sig ekki að vera í kringum of girnilegan …
Það borgar sig ekki að vera í kringum of girnilegan mat þegar fastað er. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er sífellt vinsælla að fasta að hluta til. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk ákveður að fasta. Margir gera það til að léttast og þá ber varast nokkur mistök sem föstusérfræðingur deildi með Popsugar. 

Velja ranga tegund af föstu

Sumir fasta tvisvar í viku á 5:2-föstunni en enn aðrir fasta hluta úr sólarhring, borða jafnvel bara í átta klukkustundir og fasta í 16 klukkutíma. Sérfræðingurinn segir að fólk þurfi að velja þá tegund sem hentar lífi þess. 5:2-fastan getur til dæmis komið sér illa þegar fólk á stóra fjölskyldu, æfir og vinnur fullan vinnudag. Auðveldara er að fasta hluta úr sólarhring. Hann minnir einnig á að föstugluggann megi færa til eftir því hvað er að gerast í lífi fólks. 

Gefast upp of snemma

Það getur tekið tíma fyrir líkamann að venjast föstunni og verður það auðveldara með tímanum. Það eru því ein helstu mistökin að gefast upp á lífsstílnum of snemma. Segir hann fólk þurfa að minnsta kosti mánuð til þess að sjá hvort lífstíllinn hentar því eða ekki. 

Borða of mikið

Einn af kostum föstunnar er að hún er ekki mataræði heldur lífsstíll. Þótt lífsstíllinn snúist ekki um að telja kaloríur fitnar fólk ef það borðar of mikið. Sérfræðingurinn talar um að það sé algengt meðal fólks sem er að byrja að fasta að borða of mikið. Það er þá kannski að velja föstuglugga sem er of langur en gott er fyrir fólk að lengja tímann sem það fastar smám saman. 

Ef markmiðið er að léttast á föstunni þarf líka að …
Ef markmiðið er að léttast á föstunni þarf líka að borða hollan mat. mbl.is/Thinkstockphotos

Ekki borða ranga fæðu

Þótt allt sé leyfilegt á föstunni ætti enginn og þá sérstaklega ekki þeir sem eru að reyna að létta sig að borða bara ís og pasta í öll mál. Mikilvægt er fyrir fólk að sneiða hjá fæðu sem gerir það svangt eftir hálftíma. Mælir sérfræðingurinn með því að borða góða blöndu af prótíni, hollri fitu, trefjum og flóknum kolvetnum. 

Að vera í kringum mat þegar þú fastar

Það er erfitt að ætla sér að fasta á meðan aðrir eru að borða. Sérfræðingur hvetur fólk til þess að gera föstuna ekki of erfiða. Ef fólk fastar á morgnana mælir hann ekki með því að það hitti fólk í morgunmat, frekar ætti það að mæla sér mót við annað fólk í hádeginu. Ef fólk fastar á kvöldin mælir hann með að fólk sé búið að útbúa sér mat fyrir morgundaginn áður en föstuglugginn byrjar.

Margir kjósa að fasta hluta úr degi.
Margir kjósa að fasta hluta úr degi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál