Svefninn bjargaði heilsunni

Jamie Oliver tók svefninn í gegn.
Jamie Oliver tók svefninn í gegn. AFP

Jamie Oliver er þekktur fyrir að vera hress á skjánum. Síðustu tvö ár hafa þó verið erfið fyrir hann þar sem illa gekk hjá veitingastaðakeðjum hans og loka þurfti veitingastöðum. Í viðtali við The Sun lýsir Oliver hversu illa honum leið. 

„Ég held að ég sé þekktur fyrir að vera jákvæður, líflegur og glasið vissulega hálffullt. En einn daginn fann ég fyrir depurð. Og aðeins of lengi. Það var ekki þunglyndi en ég var vitlaus. Ég svaf ekki mikið,“ sagði Oliver. 

Segist hann hafa verið fastur við snjallsímann á nóttinni og átti erfitt með að slökkva á honum. Segir hann símann sífellt hafa verið að pípa. Hann hafi farið að sofa klukkan eitt á nóttinni og vaknað klukkan fjögur eða fimm. 

Oliver sem hefur aflað sér þekkingar á sviði næringar segir að mikilvægasta næringin sé svefn. Kokkurinn er nú kominn á betri stað og er með stranga svefnrútínu. Honum finnst best að hafa herbergið kalt og nota svefngrímu til þess að koma í veg fyrir allt ljós. Nú fer hann að sofa klukkan tíu á kvöldin en vaknar enn snemma. 

„Ég er eins og barn, ég stilli klukkuna til þess að fara sofa. Ég er 43 ára og ég þarf að koma sjálfum mér í rúmið,“ segir Oliver. „En ég breytti venjum mínum og munurinn er ótrúlegur.“

Jamie Oliver.
Jamie Oliver. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál