Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

Ljón ættu að fara sofa snemma á kvöldin.
Ljón ættu að fara sofa snemma á kvöldin. AFP

Fólk er ólíkt og það sama má segja um hvernig það hagar lífi sínu. Business Insider greinir frá bókinni The Power of When þar sem kemur fram í máli Micheal Breus að skipta megi fólki í fjórar manngerðir út frá því hvernig hentar því best að haga hinni daglegu rútínu. Samkvæmt skilgreiningu hans er fólk annaðhvort ljón, höfrungar, birnir eða úlfar. 

Birnir

Fram kemur að rúmlega helmingur fólks flokkast sem birnir sem þýðir að það fólk sefur ágætlega og líkamsklukkan fer eftir sólinni, sem getur reynst erfitt á Íslandi. Birnir ættu að vera í góðri rútínu, vakna klukkan sjö og borða prótínríka fæðu stuttu seinna. Þeir ættu ekki að drekka kaffi fyrr en þeir hafa verið vakandi í einn og hálfan tíma. Þegar kemur að vinnu farnast þeim best að tækla verkefni sem krefjast mikillar einbeitingar á morgnana. Meira skapandi vinna má bíða fram yfir hádegi. Um kvöldmatarleytið ætti fólk í þessum flokki að skella sér á æfingu og borða svo léttan mat. 

Ertu björn?
Ertu björn? FLASH PRESS

Ljón

Höfundurinn segir marga vilja lifa lífinu eins og ljón með því að vakna og byrja daginn snemma. Fólk sem flokkast sem ljón ætti að borða og drekka þegar það vaknar og eftir það skipuleggja daginn sinn. Morgnarnir eru góðir til að takast á við verkefni sem krefjast rökhugsunar en seinni hluta dags ætti skapandi hugsun að fá að njóta sín. Ljón ættu að bíða til fimm til að fara á æfingu og ættu að fara sofa klukkan tíu á kvöldin. 

Úlfar

Fólk sem er talið eiga heima í úlfahópnum eru náttuglur og eiga því erfitt með að byrja að vinna klukkan níu. Fyrir fólk í þessum hóp mælir Breus með því að að borða morgunmat klukkan átta, fara svo og hreyfa sig utandyra og ekki byrja að drekka kaffi fyrr en ellefu. Úlfar eru bestir síðdegis og ættu því að bóka fundi á þeim tíma. Kvöldmaturinn getur svo beðið til klukkan átta. 

Ertu úlfur?
Ertu úlfur? AFP

Höfrungar

Fólk í höfrungahópnum er sagt oft greint með svefnleysi þar sem það á erfitt með að sofa. Breus mælir með að fólk í þessum hópi byrji daginn á því að fara á æfingu og borði eftir það prótínríka fæðu. Í stað þess að vinna á morgnana ætti að bíða með það fram á síðdegið. Þá sé auðvelt að vinna að rannsóknum og öðrum verkefnum sem krefjast mikillar einbeitingar. Á milli klukkan sjö og miðnættis geta höfrungar nýtt tímann til þess að slaka á. 

Höfrungar eiga erfitt með að fara að sofa snemma.
Höfrungar eiga erfitt með að fara að sofa snemma. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál