10 ketó-heilræði Jennu Jameson

Jenna Jameson hefur gert það gott á ketó.
Jenna Jameson hefur gert það gott á ketó. skjáskot/Instagram

Fyrrverandi klámstjarnan Jenna Jameson er drottning ketó-lífstílsins sem hefur tröllriðið öllu síðustu árin. Hún hefur misst 36 kíló á mataræðinu en hún fagnaði einu ári á ketó í maí síðastliðinn. Nú hefur hún birt 10 heilræði sem hún hefur tileinkað sér á þessari vegferð. 

Ráð 1 - Hentu öllu í ísskápnum og skápunum sem er unnið, með hátt innihald kolvetna, mikinn sykur (mundu að það eru til mörg orð yfir sykur)

Ráð 2 - Farðu í búð! Þetta er skemmtilegi hlutinn! Aðal ráðið mitt við matar innkaup er að versla í útjöðrum verslunarinnar en ekki inni í miðri búðinni. Þar eru grænt kál, steikur og lax. Egg og alvöru smjör eru vinir þínir

Ráð 3 - Ræddu lífstílsbreytinguna þína við alla á heimilinu og fáðu þau í lið með þér. Þið getið öll notið góðs af því. Ég geri vanalega hýðishrísgrjón eða pasta handa barninu mínu með því sem ég borða. Ef maki þinn vill ekki taka þátt með þér, biddu hann um að bera virðingu fyrir því sem þú ert að gera og ekki freista þín með kolvetnum.

Ráð 4 - Líttu á björtu hliðarnar! Þetta á ekki að vera kvöl. Einblíndu á hvernig þú ert að koma fram við líkamann þin og vertu stolt. 

Ráð 5 - Þetta er framtíðarmarkmið. Ketó-mataræðið er gott til lengri tíma litið og mun gagnast þér andlega sem og líkama

Jameson segir að maður eigi að líta á björtu hliðarnar …
Jameson segir að maður eigi að líta á björtu hliðarnar því ketó-mataræðið á ekki að vera kvöl og pína. mbl.is/Instagram

Ráð 6 - Fylgdu kollegum mínum, Ketó-drottningum og kóngum á Instagram. Minn uppáhalds er @ketoguido.

Ráð 7 - Sýndu þolinmæði. Líkami hvers og eins bregst mismunandi við. Ég léttist um 18 kíló ofur fljótt en staðnaði og þurfti að byrja að fasta til að komast yfir það.

Ráð 8 - Ekki hræðast ketó-flensuna, drekktu nóg af vökva, saltaðu matinn þinn og hvíldu þig.

Ráð 9 - Google er vinur þinn. Ef þú ert að velta fyrir þér hversu mikið af kolvetnum er í matnum getur þú flett því upp.

Ráð 10 - Lestu alltaf innihaldslýsinguna. Það mun koma þér á óvart hversu oft það er búið að fela kartöflusterkju í mat.

View this post on Instagram

The number one question I get asked is “How do I start a #keto lifestyle” Tip 1 - clean out your refrigerator and cupboards, get rid of everything processed, high in carbohydrates, high in sugar (remember there are many different names for sugar, namely high fructose corn syrup) Tip 2- Go shopping! This is the fun part! My number one recommendation for grocery shopping is to shop the perimeter and not the isles. Green leafy veggies, grass fed steaks, wild salmon. Eggs and real butter are your friend. Tip 3- discuss your lifestyle change with your household and get them on board! You all can benefit from it! I usually make a side of brown rice or pasta for my toddler. If your significant other doesn’t want to participate, ask them to respect your wants and needs and to not try to break your willpower. 4- Have a sunny outlook! This shouldn’t be torture. Focus on how you’re now treating your body right and be proud! 5- be in it for the long haul. Keto is sustainable and will benefit your mind as well as your physique. 6- Follow fellow Keto kings and Queens on IG. My favorite is @ketoguido 7. Be patient... everyone’s body reacts differently. I lost my first 40 lbs ultra quick then plateaued and had to begin #intermittentfasting to break that wall. 8. Don’t fear the #ketoflu , drink plenty of electrolytes, salt your food and get rest! 9. Google is your friend! If you are wondering about carb content... it’s a quick google away. 10. Always... always read labels! You’ll be surprised how many products hide potato starch 👊🏻 also remember my keto favorite snack list on amazon is found by clicking the link in my bio 🥩

A post shared by Jenna Jameson (@jennacantlose) on Aug 20, 2019 at 4:03pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál