Náði stjórn á PCOS með mataræði

Lea Michele.
Lea Michele. mbl.is/AFP

Glee-stjarnan Lea Michele segir í viðtali við Health að hún hafi með réttu mataræði náð stjórn á fjölblöðrueggjastokksheilkenni eða PCOS eins og heilkennið er oft kallað. Michele segir ekki samasemmerki á milli þess að vera grannur og vera heilbrigður. 

Michele vissi ekki að hún væri með PCOS fyrr en hún fór að leita svara að nálgast þrítugt. Hún segir aukaverkanirnar geta verið þyngdaraukningu og slæm húð. Sjálf er hún ekki með mjög slæma útgáfu af heilkenninu. Segist hún ekki hafa talað um greininguna vegna þess að margar konur hafi það mun verra en hún. 

Lea Michele.
Lea Michele. mbl.is/AFP

Þegar stjarnan var yngri var hún með mjög slæma húð og var á öllum mögulegum lyfjum. Þegar hún fór á getnaðarvörn varð allt mun betra. Hún ákvað hins vegar að hætta á öllum lyfjum þegar hún var að nálgast þrítugt og þá varð húðin aftur slæm og hún byrjaði að þyngjast. Í stað þess að fara á lyf eins og læknar bentu henni á vildi hún finna út úr því hvað væri að. 

„Ó, þú ert með PCOS,“ segir hún lækninn sem greindi hana hafa sagt um leið og hún gekk inn til hans. Hún hefur náð stjórn á þessu með réttu mataræði. 

Í dag segist Michele aldrei hafa verið heilbrigðari og það sé ekki vegna þess að hún hefur aldrei verið grennri. „En þegar ég var hve grennst var ég ekki mjög heilbrigð,“ sagði Michele og segir andlega og líkamlega heilsu sína aldrei hafa verið betri. 

mbl.is