Þetta gerði Eva Longoria til að komast í form

Eva Longoria.
Eva Longoria. AFP

Leikkonan Eva Longoria trúlofaðist fjölmiðlarisanum José Antonio „Pepe“ Bastón Patiño árið 2015 og giftist honum ári seinna. Þau eignuðust fyrsta barn sitt saman í fyrra og hefur Longoria leyft heiminum að fylgjast með sér komast í form aftur.

Eva Longoria hefur sýnt fram á að fimmtugsaldurinn er ekki afsökun fyrir því að vera ekki í frábæru formi. Ein af meginforsendum þess að hana langaði að koma sér í form eftir barneignir var að geta verið algjörlega til staðar fyrir barnið sitt í framtíðinni.

Eftirfarandi atriði eru hlutir sem hún hefur sett í forgang á síðustu mánuðum.

Mataræði

Longoria tekur út sykur og hveiti í allt að þrjá mánuði í senn til að minnka sykurlöngunina og núllstilla sig. Hún borðar mikið af grænmeti í öll mál og velur próteinríkan mat á borð við ost, fisk og kjúkling sem hún hefur á litlum diski með grænmetinu. Hún er mikið fyrir ólívuolíu út á grænmetið.

Hreyfing

Þegar kemur að því að koma sér í form leggur Longoria áherslu á að hreyfa sig. Hún fer út að hlaupa hvern morgun og ástundar jóga inni á milli. Hún er einnig hrifin af Pilates og er á því að hreyfing sé jafn mikilvæg hollu mataræði.

Viðhorf

Longoria er með heilbrigða hugmynd þegar kemur að heilsunni. Hún setur sjálfa sig í forgang og setur sér markmið um að komast í form fyrir barnið sitt. Að eignast barn á miðjum aldri þýðir að hennar mati að foreldrar þurfa að finna leiðir til að halda sér ungum í anda sem lengst. Að hafa heilbrigðan líkama er fjárfesting í foreldrahlutverkinu að hennar mati.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »