Fagnar sex mánuðum á ketó og 32 kílóum

Samfélagsmiðlastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, fagnaði því í gær að hafa verið sex mánuði á ketómataræðinu. 

Binni er búinn að ná ótrúlegum árangri á mataræðinu en hann hefur lést um 32 kíló á þessum sex mánuðum. Hann segir á snapchatrás sinni að það sé stór áfangi fyrir hann að hafa verið sex mánuði á breyttu mataræði og að árangurinn sé meiri en hann hafði getað ímyndað sér. 

Hann fagnaði deginum með ketóköku og fór í bol sem hann hafði aldrei áður farið í. Binni hefur verið að hreinsa út úr skápunum sínum á síðustu vikum og tekið út föt sem eru orðin of stór á hann. Hann er kominn niður um fjórar fatastærðir og er byrjaður að nota föt sem hann komst ekki í áður. 

Binni hefur verið duglegur að sýna árangurinn.
Binni hefur verið duglegur að sýna árangurinn. Skjáskot/Instagram
mbl.is