Öndunin minnkar bólgur í líkamanum

Einar Carl Axelsson, Þór Guðnason og Helgi Freyr Ragnarsson.
Einar Carl Axelsson, Þór Guðnason og Helgi Freyr Ragnarsson. mbl.is/Hari

Þór Guðnason, Einar Carl Axelsson og Helgi Freyr Rúnarsson reka líkamsræktarstöðin Primal Iceland. Þór sérhæfir sig í Wim Hof-aðferðinni, þar sem kuldaþol er aukið með öndun og andlegri tækni, Einar sérhæfir sig í styrktar- og liðleikaþjálfun og hefur kennt námskeiðið „Movement Improvement“ í nokkur ár og Helgi leiðbeinir ungum sem öldnum í listinni að standa á höndum. 

Wim Hof er þekktur víða um heiminn undir nafninu „Ísmaðurinn“. Aðferðafræði hans sameinar andlegan styrk, öndunaræfingar og kuldaþjálfun. Hann hefur starfað með vísindamönnum um allan heim og hefur stjórn á því sem flest okkar hafa lítil eða engin tök á, taugakerfi líkamans. Wim Hof kennir aðferð sína um allan heim og hjá honum lærði Þór, sem er fyrsti Íslendingurinn til að öðlast kennararéttindi frá Wim Hof og miðlar nú þessum fræðum áfram í formi námskeiða.

„Það hefur marga kosti í för með sér að iðka Wim Hof-öndunaræfingar. Það sem gerist við þessa öndun er að við öndum að okkur meira súrefni en við skilum út, sem gerir það að verkum að sýrustig líkamans breytist, þ.e.a.s. hann verður basískari, en í súrum líkama þrífast frekar sjúkdómar og bólgur ásamt því að streituhormón berast út í kerfið okkar. Öndunaræfingarnar geta því stuðlað að minni bólgum í líkamanum og einnig haft jákvæð áhrif á gigt, þunglyndi og fleira. Einnig bendir margt til þess að með því að iðka þessa öndun ásamt því að stunda köld böð getum við aukið blóðflæði inn í ónæmiskerfi okkar og haft góð áhrif á hormónakerfi líkamans, t.d. dregið úr sveiflum í kerfinu. Rannsóknir benda einnig til að við getum aukið fitubrennslu líkamans með því að stunda köld böð. Í líkamanum eru tvær tegundir fitu, hvít og brún fita. Brún fita gerir m.a. ungbörnum kleift að sofa úti í vagni á veturna. Köldu böðin örva virkni brúnu fitunnar og þar sem hún nýtir hvíta fitu sem orkugjafa eykst fitubrennsla líkamans.“

Þór segir miklar breytingar á fólki sem iðkar Wim Hof. ,,Við höfum séð miklar breytingar til hins betra hjá fólki sem iðkar Wim Hof-aðferðina. Í stuttu máli hefur mörgum tekist að lækna sig af verkjum og öðlast almennt miklu betri líðan.“ Þór er sjálfur laus við astma og ADHD-lyf eftir að hann kynntist þessari aðferð fyrir tæpum þremur árum.

Einar Carl Axelsson er upphafsmaður „Movement Improvement“ á Íslandi (heitir í dag Primal Movement). Hann var í landsliðinu í taekwondo, með svarta beltið, þegar hann lenti í skíðaslysi í frönsku Ölpunum og braut hrygginn á fimm stöðum.

Í kjölfarið var honum sagt að hann myndi sennilega aldrei gera hnébeygjur aftur. Þær upplýsingar féllu vægast sagt í grýttan jarðveg og hóf hann að leita ráða hjá ýmsum sérfræðingum, með litlum árangri þó. Í kjölfarið fór Einar að leita lausna sjálfur og samhliða störfum sínum sem nuddari sótti hann námskeið erlendis í hreyfigreiningu og ýmis námskeið á netinu þessu tengd, sem varð upphafið að þeim bata sem hann hefur náð í dag. „Þetta varð kveikjan að störfum mínum hjá Primal Iceland. Hér miðla ég reynslu minni og þekkingu daglega í formi einkatíma og námskeiða, með góðum árangri,“ segir Einar.

Til Einars og félaga hjá Primal Iceland leita einstaklingar með ýmiss konar stoðkerfisvandamál og í stað þess að beita hefðbundnu nuddi, sem léttir álag einungis tímabundið eins og Einar gerði áður, finna þeir orsök verkja með því að greina hreyfiferla og nota teygjur og styrktaræfingar sem meðferðarúrræði. Hver skjólstæðingur fær æfingar og teygjur við sitt hæfi enda er misjafnt hvar vandamálin liggja. „Sem dæmi er mjög algengt að mjóbaksverkir komi frá mjöðmum og stífum kviðvöðvum. Í kjölfarið myndast svo spenna í gegnum allan líkamann og má líkja afleiðingum þess við það að vera með 10 kílóa lóð hangandi um hálsinn allan liðlangan daginn. Langflestir finna mikinn mun strax eftir fyrsta tíma,“ segir Einar og bætir brosandi við að flestir sem til þeirra komi þurfi hreinlega að læra að ganga upp á nýtt.

Primal Movement

Primal Movement er það sem hóptímar Primal Iceland ganga út á og byggja á því besta sem fimleikar, styrktar- og liðleikaþjálfun og hreyfiflæði hefur upp á að bjóða. Tímarnir henta öllum þeim sem vilja ná upp styrk og þoli og auka liðleika, hreyfigetu og lífsgæði sín almennt. Gott getur þó verið ef fólk er að kljást við stoðkerfisvandamál eða álagsmeiðsli að byrja í einkatíma og fá þar úrlausn mála sinna áður en lengra er haldið. Primal býður einnig upp á Movement-tíma fyrir börn og fjölskyldur þeirra, þar sem foreldrar og börn fá tækifæri til að tengjast í gegnum hreyfingu og hafa gaman saman. ,,Það sem einkennir þessa tíma er gleði! Hér er bros á hverju andliti og það er alveg magnað að fylgjast með því hvað fólk er fljótt að ná markmiðum sínum þegar æfingarnar eru framkvæmdar í svona flæði,“ segir Einar. Þór bætir við að Einar þekki þetta vel af eigin reynslu, hann hafi sjálfur farið frá því að ná varla í tærnar ár sér í að fara í spígat á stólum og sé þar að auki verkjalaus í dag þrátt fyrir fimmfalt hryggbrot. „Hann er liðugasti og sterkasti maður sem ég hef kynnst,“ segir Þór um félaga sinn.

Það liggur ótrúlegur styrkur í æfingunum hjá Primal hópnum.
Það liggur ótrúlegur styrkur í æfingunum hjá Primal hópnum. mbl.is/Hari

Það hlýtur að vera frábært lof frá manni sem virðist vera algjörlega tímalaus sjálfur, í besta formi lífs síns.

Handstöður

Helgi Freyr er aðalmaðurinn hjá Primal þegar kemur að handstöðum. Helgi fékk brennandi áhuga á þeirri iðkun árið 2015 og hefur síðan ferðast um heiminn þveran og endilangan til þess að auka við þekkingu sína og tækni á þessu sviði, í þeim tilgangi að miðla svo áfram til þeirra sem hafa áhuga á að læra þessa list.

„Flestir sem koma á námskeiðin hafa einhvern tímann yfir ævina fengið þá hugmynd að vilja læra að standa á höndum en eru hálf stefnulausir í þeirri iðkun,“ segir Helgi. Á handstöðunámskeiðunum er fólki kennt að iðka „sína“ handstöðu, hvort sem bakgrunnurinn er enginn, eða úr fimleikum, dansi eða crossfit.

Strákarnir sýna listirnar í köðlum.
Strákarnir sýna listirnar í köðlum. mbl.is/Hari

Aðferðafræðin sem nýtt er við handstöðukennslu kemur úr sirkus og hefur nýst afar vel við kennslu á námskeiðunum.

„Til þess að iðka handstöðu þarf mikla auðmýkt og þolinmæði því að stundum er þetta meira eins og að spila á hljóðfæri, ef þú drífur þig of mikið gengur þér verr,“ segir Helgi. Hann bætir við að handstaðan nýtist í fjölmörgum íþróttagreinum og listum og að það sé alveg magnað að fylgjast með gleði iðkenda þegar þeir nái jafnvægi í fyrsta sinn á höndum. „Flestir sækja samt í þetta fyrst og fremst af því að þetta er svo skemmtilegt.“

Helgi kennir námskeið bæði fyrir fullorðna og börn. 

Boðið verður upp á einkatíma aftur frá og með 4. maí.

Aðferðafræðin sem nýtt er við handstöðukennslu kemur úr sirkus og …
Aðferðafræðin sem nýtt er við handstöðukennslu kemur úr sirkus og hefur nýst afar vel við kennslu á námskeiðunum. mbl.is/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál