5 hlutir sem konur í góðu formi gera ekki

Konur í góðu formi elska náttúruna.
Konur í góðu formi elska náttúruna. mbl.is/Colourbox

Það eru til konur á öllum aldri í góðu formi. Þær líta á það að fjárfesta í heilsunni sem góðan valkost. Þær leggja vanalega áherslu á að borða hollan mat og gefa sér tíma til að hreyfa sig. Þetta eru konurnar sem gefa sér tíma og elska náttúruna. 

Hér eru fimm atriði sem konur í góðu formi gera ekki:

Þær borða ekki lélega fæðu

Konur í góðu formi vita hvaða fæða gefur þeim orku í gegnum daginn. Þær borða af skynsemi og hafa vanalega skipulagðan matseðil sem hentar þeirri orkuþörf sem þær þurfa yfir daginn. 

Þær fylla ekki matardiskinn af kolvetnum og óhollustu. Þær borða vanalega ekki ísinn á undan forréttinum og þær trúa ekki á það að svelta sig yfir daginn. 

Þær borða ekki lítið magn af mat, heldur fylla magann af orku og góðri næringu. 

Þær eru ekki of tímabundnar til að æfa

Konur í góðu formi eru ekki með dagskránna fulla. Þær kunna að setja heilbrigð mörk og að setja hreyfinguna sína í fyrirrúm. Þær vita að með æfingum fá þær aukna orku og þannig verður þeim meira úr verki. Þær passa tímann sinn í vinnunni og vilja sinna heilsunni jafnvel og flestu öðru í lífinu.

Þær líta ekki á heilsuna sína og líkamann sem sjálfsagðan hlut og bíða ekki eftir rétta tímanum til að æfa í framtíðinni. 

Þær dæma sig ekki

Konur í góðu formi eru umburðalyndar gagnvart sjálfum sér. Þær æfa af því þeim finnst það gaman en ekki af því þær eru að refsa sér. Þær eru þrautseigar þegar kemur að æfingunum sem þær gera og gefa sér vanalega langan tíma til að vera góðar í einhverju.

Þær hafa ekki trú á því að sprengja sig og gefast síðan upp. Heldur gera þær hlutina af almennri skynsemi og heilbrigði.  

Þær eru ekki í lélegum félagsskap

Konur í góðu formi eru duglegar að finna sér annað fólk á sama stað. Þær elska að vera í hópum með fólki sem hvetur hvort annað áfram.

Þær velja sér vini sem eru á sömu línu í lífinu og velja frekar að fara snemma á fætur um helgar í stað þess að hanga á barnum langt fram eftir nætur. 

Þær líta á hvíld og endurheimt líkamans sem jafn mikilvægan þátt og æfingarnar og leggja áherslu á að sofa vel og hvíla sig á nóttunni. 

Þær bíða ekki eftir næstu töfralausninni

Konur í góðu formi hafa vanalega ekki trú á töfralausnum. Þær vilja hafa fyrir hlutunum og reyna að forðast pillur eða töframeðul sem eiga að skila þeim árangri. 

Þær líta á hreyfingu sem sjálfsagðan hlut og nota vanalega mat og aðrar heilsuvörur til að verjast það að verða veikar. Þær eru ekki endilega í flottustu æfingarfötunum eða í nýjasta sportinu. 

Heldur skjótast þær í sund, fara í sjóinn eða stunda líkamsrækt án þess að margir taki eftir því. 

Þær fá orku úr náttúrunni og vilja njóta hennar í friði og ró með sjálfri sér. Þess vegna forðast þær að taka ljósmyndir af sjálfum sér að æfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál