Kynlíf einu sinni í viku lengir lífið

Kynlíf gerir flestum gott.
Kynlíf gerir flestum gott. Unsplash.com

Það að stunda kynlíf að minnsta kosti einu sinni í viku minnkar líkur á snemmbærum dauða um helming segir ný rannsókn. 

Þeir sem stunduðu kynlíf í hverri viku voru 49% ólíklegri til þess að deyja en þeir sem stunduðu kynlíf einu sinni á ári eða sjaldnar. Talið er að líkamsræktin sem kynlífsiðkunin feli í sér sé góð fyrir hjartað auk þess sem losun verði á vellíðunar hormónum sem stuðla að bættri andlegri líðan. Þá hjálpa vellíðunarhormónin einnig til við að virkja enn frekar frumur sem viðhalda heilbrigði líkamans og koma þannig í veg fyrir ýmis konar veikindi.

Fylgst var með 15 þúsund manna úrtaki í ellefu ár og þátttakendur spurðir um kynlífshegðun. Meðalaldur þátttakenda var 39 ár. 72% stunduðu kynlíf að minnsta kosti einu sinni í mánuði en 36% að minnsta kosti einu sinni í viku.

Á meðan á rannsókninni stóð létust 228 þátttakendur, 29 voru með hjartasjúkdóma en 62 með krabbamein. Rannsakendur í Washington háskóla komust að þeirri niðurstöðu að því meira kynlíf sem einhver stundaði því minni líkur voru á dauðsfalli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál