„Góður svefn og vítamín skipta máli“

Þórunn Ívarsdóttir áhrifavaldur er með hlaðvarpið Þokuna.
Þórunn Ívarsdóttir áhrifavaldur er með hlaðvarpið Þokuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórunn Ívarsdóttir áhrifavaldur kláraði fæðingarorlof síðasta haust og hefur síðan veiran skall á unnið heima hjá sér. Hún heldur úti hlaðvarpinu Þokunni ásamt Alexöndru Bernharð. Hún segir svefn mikilvægari en margt annað og er dugleg að taka inn vítamín.

Vítamínin frá Terranova fást í Lyfju.
Vítamínin frá Terranova fást í Lyfju.
Hvað ertu að fást við þessa dagana?

„Ég er búin að vera heimavinnandi áhrifavaldur síðan ég kláraði fæðingarorlof haustið 2019. Ég starfaði áður sem flugfreyja hjá Wow air meðfram því að vera áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Dagarnir mínir eru ótrúlega fjölbreyttir og enginn dagur eins. Hlaðvarpið er tekið upp, einn dag í viku. Aðrir dagar fara í að undirbúa þættina og að skapa efni fyrir samfélagsmiðla.“

Hvað gerir þú til að viðhalda fallegu hári?

„Í samkomubanni tók ég upp „Curly Girl Method“. Eftir meðgöngu og langa brjóstagjöf hefur hárið á mér tekið stökkbreytingum. Ég var með rennislétt hár hér áður. Síðan fóru að vaxa liðir í hárið í fæðingarorlofinu og ég kunni ekki lengur að meðhöndla það. „Curly Girl Method“ snýst um að taka út öll óæskileg efni í hárvörum en ég var löngu búin að gera þetta í húðvörum. Ég hellti mér í þessa aðferð og útkoman er heilbrigt liðað hár.“

Ertu dugleg að huga að heilsunni með mataræði þínu?

„Ég mætti alveg taka mig á í mataræðinu en ég er aðeins búin að týna sjálfri mér í þessum málum eftir að ég varð móðir og mjög krefjandi að vinna og búa á sama stað og að útbúa hollan og góðan mat.“

Lala Retro-rakakremið frá Drunk Elephant.
Lala Retro-rakakremið frá Drunk Elephant.

Hvaða krem notar þú daglega?

„Ég nota alltaf Lala Retro-rakakremið frá Drunk Elephant en það er án allra óæskilegra efna og inniheldur 6 fágætar olíur sem gera húðinni gott. Ótrúlega hlutlaust krem og ég er búin að nota það í nokkur ár núna.“

Tekurðu inn vítamín?

„Já ég er mjög dugleg að huga að vítamín- og bætiefnainntöku og tek bæði inn vítamín og steinefni í töfluformi og duftformi. Síðan finnst mér meira að segja best að fá mér matskeið af hollri omega-fitusýru. Ég finn alltaf mikinn mun á mér þegar ég er dugleg að taka inn vítamínin mín og reyni að taka inn réttar samsetningar af þeim. Mjög mikilvægt fyrir mig er að eiga eitthvað gott fyrir liðina, D-vítamín og gott alhliða fjölvítamín. Terranova og vítamínin frá Gula miðanum eru góð.“

Vítamínin frá Gula miðanum fást í Lyfju.
Vítamínin frá Gula miðanum fást í Lyfju.

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtibuddunni?

„Ég myndi segja að C E Ferulic-droparnir og sólarvörnin frá Skinceuticals sem ég nota sem litað dagkrem séu mest notaða snyrtivaran ásamt varasalva frá Mádara.“

Ef þú gætir ferðast hvert sem er í heiminum, hvert myndir þú fara?

„Núna langar mig helst í verslunarferð til Kaupmannahafnar. Mig langar í ný föt í fataskápinn minn, eins langar mig í nýjan fatnað fyrir stelpuna mína og fallega hluti inn á heimilið. Ef ég ætti að fara í draumaferðina væri ég alveg til í þriggja vikna hvíldardvöl á Maldíveyjum.“

Kaupmannahöfn er í uppáhaldi hjá Þórunni.
Kaupmannahöfn er í uppáhaldi hjá Þórunni.

Hverju er mikilvægt fyrir mæður að huga að?

„Það er mikilvægt að hvílast, nærast og að huga að geðheilsunni. Maður setur einhvern veginn sjálfan sig sjálfkrafa í síðasta sæti en ég nota tímann minn vel og fæ alltaf smávegis tíma fyrir mig á hverjum degi. Þótt það sé ekki nema bara löng sturta og húðdekur í kjölfarið. Eins vel ég að setjast niður með prjónana mína og horfa á góða kvikmynd eða að hitta góða vinkonu. Það er mikilvægt í mínum huga.“

Er svefninn mikilvægur í þínum huga?

„Já svefn er mér gífurlega mikilvægur. Ég hef fundið mikið fyrir því hvað vantar upp á hann eftir að ég varð móðir. Svefn skiptir mig öllu máli þótt ég sé löngu búin að jafna mig á því að fá ekki að sofa lengi. Svefnleysi venst mjög vel þótt ég verði að segja að ég hlakki til að hætta að vakna á nóttinni. Að sofa heila nótt er dýrmætt.“

Sólarvörnin frá Skinceuticals er í uppáhaldi. Hún fæst hjá Húðlæknastöðinni.
Sólarvörnin frá Skinceuticals er í uppáhaldi. Hún fæst hjá Húðlæknastöðinni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál