Missti 50 kíló á einu ári

Binni Glee fagnaði 21 árs afmæli sínu um daginn.
Binni Glee fagnaði 21 árs afmæli sínu um daginn. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, er búinn að missa 50 kíló á einu ári. Fyrir ári síðan ákvað hann að prófa ketó mataræðið sem hefur heldur betur skilað honum bættri heilsu. 

Binni fagnaði árangrinum á Instagram í gær en breytingin á honum er augljós. Ásamt því að taka kolvetni að mestu leyti út úr lífi sínu hefur hann stundað hreyfingu. Binni sagði í færslu sinni í gær að hann hafi farið niður um fimm fatastærðir á árinu.

„Í dag er eitt ár síðan ég ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti og prófa ketó. Ári seinna er ég 50kg léttari og farinn niður um fimm fatastærðir. Mér líður miklu betur líkamlega og andlega hliðin er allt önnur.

Ég er svo stoltur af sjálfum mér og ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa stutt við bakið á mér síðasta árið. Ég er ekki hættur og ætla að halda áfram fyrir mig sjálfan og ekki neinn annan. Það er mikilvægast af öllu,“ skrifaði Binni.

Binni Glee er búinn að missa 50 kíló.
Binni Glee er búinn að missa 50 kíló. Skjáskot/Instagram
mbl.is