Tókst á við frægðina með kleinuhringjaáti

Rebel Wilson setti heilsuna í forgang á þessu ári.
Rebel Wilson setti heilsuna í forgang á þessu ári. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson segir að hún hafi margoft reynt að fara á einhverja megrunarkúra en að ekkert hafi virkað. Í þetta skiptið ákvað hún að taka heildræna nálgun á heilsuna og komst að því að hún borðaði oft tilfinningar sínar. 

Wilson, sem ákvað að setja heilsuna í forgang á þessu ári og kallar árið 2020 „Heilsu-árið“, var gestur Drew Barrymore í spjallþætti hennar. Hún segir að sér líði mjög vel um þessar mundir. 

„Mér finnst ég svo miklu heilbrigðari. Og ég veit ekki hvort það er eitthvert dæmi með konur þegar maður verður fertugur, en mér líður eins og ég sé með sjálfri mér núna og ekki bara með heilsuna heldur líka með starfsferil minn,“ sagði Wilson. 

Hún sagðist finna fyrir meiri stjórn varðandi vinnuna og að nú leiki hún ekki bara í kvikmyndum heldur fái að koma að framleiðslu þeirra. „Mér líður bara eins og allt sé að smella núna, kannski blómstraði ég bara seint, en mér líður eins og hægt og rólega sé þetta að smella,“ sagði Wilson. 

Wilson tókst á við alheimsfrægð með kleinuhringjaáti.
Wilson tókst á við alheimsfrægð með kleinuhringjaáti. Skjáskot/Instagram

Wilson segir að fyrst þegar hún hafi orðið heimsfræg hafi hún ekkert vitað hvað hún ætti að gera með sjálfa sig. „Ég var að ferðast um allan heim og að borða fullt af sykri. Það var mín „spilling“. Ég elska sætindi og ég elska eftirrétti. Ég er búin að reyna, eins og svo margar konur þarna úti, fullt af skyndilausnum og megrunarkúrum og núna sá ég að ég þyrfti að heildræna nálgun. Ég held að það sem hafi plagað mig helst hafi verið að ég borðaði tilfinningar mínar til að takast á við stressið sem fylgir því að vera alheimsfræg. Það fylgir því mikið stress og mín leið til að takast á við það var að borða kleinuhringi,“ sagði Wilson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál