Of vöðvastælt fyrir venjuleg föt

Brittany Watts er afar stælt.
Brittany Watts er afar stælt. Skjáskot/Youtube

Ein stæltasta kona í heimi, Brittany Watts, leyfði myndavélunum að elta sig síðustu dagana fyrir vaxtarræktarkeppnina Miss Olympia. Síðustu dagana fyrir keppnina æfði hún lítið og var orðin svo stælt að hún átti í erfiðleikum með að klæða sig í venjuleg föt. 

„Vegna þess að ég er ekki byggð eins og venjuleg kona er tíska svolítið erfið fyrir líkama minn núna,“ sagði Watts í myndinni. Í myndinni fer Watts að versla en hún á erfitt með að finna föt sem passa og þá sérstaklega buxur. Læri hennar eru mjög stælt og mittið mjög mjótt. Stuttbuxur sem sýna lærin passa heldur ekki alltaf og segir hún rasskinnarnar of stórar fyrir sumar buxurnar. 

Brittany Watts á erfitt með að klæða sig í hin …
Brittany Watts á erfitt með að klæða sig í hin ýmsu föt. Skjáskot/Youtube

Síðustu dagana fyrir stóru keppnina æfir Watts á hverjum degi, tekur enga hvíldardaga. Hún segist borða lítið og engin kolvetni fara inn fyrir hennar munn. „Þú þarft að kveljast. Þetta er ekki fyrir veikgeðja einstaklinga,“ sagði hin stælta Watts. 
mbl.is