Svona verða karlmenn betri í rúminu

Pamela Anderson segist vita sitthvað um kynlíf og er nú …
Pamela Anderson segist vita sitthvað um kynlíf og er nú með lausn fyrir karla að verða betri í rúminu. mbl.is/skjáskot Instagram

Leikkonan Pamela Anderson segir fólk sem borðar veganmat betra í rúminu en aðra. Þetta ræddi hún nýverið í þættinum Good Morning Britain og átti Piers Morgan varla orð yfir öll heilræðin sem hún var með fyrir karlmenn í rúminu þessu tengt eins og fram kemur á vef Daily Mail

„Fólk sem er vegan er betri elskhugar. Kólesteról í kjöti, eggjum og mjólkurvörum gerir æðarnar harðar en hjálpar ekki til við aðra stinningu. Þú getur bætt heilsuna og aukið þolið í svefnherberginu með því að borða veganmat. Heilbrigður líkami er kynþokkafullur líkami. Að borða kjöt er ekki hollt og hefur verið sett í samband við hjartasjúkdóma, sykursýki, hjartaáföll og offitu sem eru aðalorsakir risvandamála. Að vera vegan getur hjálpað körlum á öllum aldri að vera betri í rúminu og minnkar jafnframt líkurnar á krabbameini í eistum. Það þarf enginn að borða kjöt, þar sem við fáum allt sem við þurfum úr hollum veganmat,“ segir hún í nýlegri færslu á instagram. 

Anderson er mikill dýravinur og á bágt með að horfa upp á það dýraníð sem hún segir viðgangast í matvælaframleiðslu. 

„Milljarðar dýra sem er slátrað árlega í Bandaríkjunum eru aldir á skítugum býlum þar sem þeir eru látnir hírast í þröngum básum, beittir ofbeldi og síðan leiddir til slátrunar þar sem þeir drepast á sársaukafullan hátt.“ 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál